Góðar viðtökur á Selfossi

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fékk góðar viðtökur á Selfossi í dag á fundi sínum með sjálfstæðisfólki.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og þingmennirnir Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson fóru yfir stjórnmálaviðhorfið og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.

Samgöngumál, skattamál, umhverfismál og mögulegur miðhálendisþjóðgarður, orkumál og orkupakki þrjú, heilbrigðismál o.fl. voru þau mál sem helst brunnu á fundarmönnum.

Fundurinn er hluti af fundaröð þingflokksins í kjölfar vel heppnaðrar hringferðar flokksins fyrr á árinu. Að þessu sinni fóru þingmenn fara vítt og breitt um landið í smærri hópum og ræddu við flokksmenn um það sem efst er á baugi. Síðustu þrír fundirnir voru í dag á Selfossi, í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði en alls hélt þingflokkurinn 15 fundi í vikunni.