Fullt úr úr dyrum í Hafnarfirði

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í dag með sjálfstæðisfólki í Suðvesturkjördæmi, en fundurinn var haldinn í Hafnarfirði. Var fundurinn afar vel sóttur, fullt var út úr dyrum og hópur fólks þurfti að standa.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dómsmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason fóru yfir stjórnmálaviðhorfið og svöruðu fyrirspurnum.

Umræðuefni fundarmanna voru af fjölbreyttum toga og umræður málefnalegar og uppbyggjandi.

Fundurinn er hluti af fundaröð þingflokksins í kjölfar vel heppnaðrar hringferðar flokksins fyrr á árinu. Að þessu sinni fóru þingmenn fara vítt og breitt um landið í smærri hópum og ræddu við flokksmenn um það sem efst er á baugi. Síðustu þrír fundirnir voru í dag í Hafnarfirði, á Selfossi og í Reykjanesbæ en alls hélt þingflokkurinn 15 fundi í vikunni.