Frábær mæting í Reykjanesbæ
'}}

Atvinnu- og flugmál, heilbrigðismál, samgöngur og heilbrigðismál, orkupakkinn og flokksmál almennt voru mál málanna á afar fjölmennum fundi í Reykjanesbæ í dag þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gestir á laugardagsfundi í Duus-húsi.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, Sigríður Á. Andersen, Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson fóru yfir stjórnmálaviðhorfið og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.

Auk þess að funda í Duus skoðuðu þingmennirnir framkvæmdir við nýja Mariott-hótelið sem nú rís í Reykjanesbæ.

Fundurinn er hluti af fundaröð þingflokksins í kjölfar vel heppnaðrar hringferðar flokksins fyrr á árinu. Að þessu sinni fóru þingmenn fara vítt og breitt um landið í smærri hópum og ræddu við flokksmenn um það sem efst er á baugi. Síðustu þrír fundirnir voru í dag í Reykjanesbæ, á Selfossi og í Hafnarfirði en alls hélt þingflokkurinn 15 fundi í vikunni.