Efnahagsleg velgengni er ekki tilviljun

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Ég vona að sál­ar­ang­ist stjórn­ar­and­stöðunn­ar sé að baki. Hrak­spár um al­var­leg­an efna­hags­sam­drátt hafa að minnsta kosti ekki gengið eft­ir. Brún­in á þing­mönn­um ætti því að vera nokkuð létt­ari þegar þing kem­ur stutt­lega sam­an í lok mánaðar­ins en hún var und­ir lok þing­halds í vor.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar voru frem­ur þung­ir í lund mest­an hluta síðasta vetr­ar. Og ekki létt­ist geð þeirra þegar ákveðið var í ljósi breyttra aðstæðna í efna­hags­mál­um að end­ur­skoða fjár­mála­stefn­una. Í gegn­um þoku svart­sýni var mörg­um lífs­ins ómögu­legt að viður­kenna að skyn­sam­legt væri, vegna verri aðstæðna í efna­hags­líf­inu, að auka svig­rúm hins op­in­bera og létta þar með und­ir með heim­il­um og fyr­ir­tækj­um. Engu var lík­ara en að stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ýta und­ir hag­kerfið, í stað þess að kreppa að því með óbreyttri fjár­mála­stefnu, tætti sund­ur viðkvæmt sál­ar­líf sumra stjórn­ar­and­stæðinga.

Flest­um var ljóst í upp­hafi árs að um­skipti væru fram und­an í efna­hags­líf­inu. Í stað mik­ils hag­vaxt­ar yrði tíma­bund­inn sam­drátt­ur. Or­sök sam­drátt­ar er ekki að finna í ákvörðunum sem tekn­ar hafa verið á vett­vangi op­in­berra fjár­mála. Gjaldþrot WOW vó þar þyngst en loðnu­brest­ur var ekki til að létta róður­inn. Við þess­um breyttu aðstæðum var brugðist með breyt­ing­um á fjár­mála­stefnu.

Sam­hengi skatta og ráðstöf­un­ar­tekna

Aðilar vinnu­markaðar­ins báru gæfu til að taka hönd­um sam­an með nýj­um kjara­samn­ing­um og þar lagði rík­is­stjórn­in þung lóð á voga­skál­arn­ar. Fyr­ir hægri­menn var það sér­stakt gleðiefni að skynja hverju þung áhersla var lögð á lækk­un skatta, ekki síst á þá sem lægstu tekj­urn­ar hafa.

Stuðning­ur við stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins um að hóf­semd­ar skuli gætt í skatt­heimtu op­in­berra aðila hef­ur auk­ist og skiln­ing­ur á sam­hengi skatt­heimtu og ráðstöf­un­ar­tekna launa­fólks náð að festa ræt­ur. Sterk­ur hag­vöxt­ur á und­an­förn­um árum hef­ur byggt und­ir hærri laun og gefið færi á að lækka op­in­ber­ar álög­ur. Al­menn vöru­gjöld voru felld niður (ára­löng bar­átta Sjálf­stæðis­flokks­ins skilaði ár­angri), milliþrep í tekju­skatti var fellt niður og trygg­inga­gjald lækkað í nokkr­um skref­um. Hækk­un launa, lækk­un skatta og stöðug­leiki hafa skilað launa­fólki bætt­um lífs­kjör­um. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur allra ald­urs­hópa hafa hækkað á und­an­förn­um árum – mest hjá eldri borg­ur­um en þeir yngstu hafa einnig notið veru­legra bættra kjara, eins og sést á meðfylgj­andi súlu­rit­um.

Á liðnu ári hækkuðu meðal at­vinnu­tekj­ur um 5,5%. Kaup­mátt­ur launa í júní síðastliðnum var liðlega 32% meiri en að meðaltali árið 2013. Þrátt fyr­ir mik­inn og góðan hag­vöxt og veru­lega hækk­un launa hef­ur tek­ist að tryggja ágæt­an stöðug­leika frá ár­inu 2013. Ólíkt því sem oft hef­ur gerst hef­ur verðbólg­an ekki étið upp launa­hækk­an­ir og skatt­mann ekki rifið til sín all­ar launa­hækk­an­ir. Að meðaltali var verðbólga um 2,3% á ári á sex árum til 2018. Á mæli­kv­arða neyslu­verðs var verðhjöðnun í júlí síðastliðnum en verðbólga síðustu 12 mánuði er 3,1%. Miðað við hækk­un vísi­töl­unn­ar síðustu þrjá mánuði er verðbólg­an hins veg­ar rétt um 1,6%. Verðstöðug­leiki hef­ur ekki aðeins tryggt að launa­fólk hafi notið launa­hækk­ana held­ur einnig búið til jarðveg fyr­ir lægri vexti. Fátt kem­ur heim­il­um og fyr­ir­tækj­um bet­ur en lækk­un vaxta.

Sér­eigna­stefn­an styrk­ist

Árang­urs­rík efna­hags­stjórn, ekki síst festa í rík­is­fjár­mál­um, birt­ist með ýms­um hætti – ekki aðeins í hækk­un ráðstöf­un­ar­tekna allra ald­urs­hópa. Styrk­ari stoðum hef­ur verið skotið und­ir sér­eigna­stefn­una. Nýj­ar töl­ur Íbúðalána­sjóðs sýna þetta svart á hvítu. Árið 2009 voru fyrstu íbúðakaup um 7,5% allra íbúðakaupa en á öðrum árs­fjórðungi þessa árs var hlut­fallið komið í tæp 28%, og hef­ur aldrei verið hærra frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 2008. Í nýrri skýrslu sjóðsins um fast­eigna­markaðinn kem­ur fram að vax­andi hlut­fall fyrstu íbúðakaup­enda á meðan fjöldi kaup­samn­inga hef­ur lítið breyst gefi til kynna að auðveld­ara sé að safna fyr­ir íbúð en áður. Bent er á að svo virðist sem kaup­mátt­ar­aukn­ing, lækk­un vaxta og aðgerðir rík­is­ins til stuðnings fyrstu kaup­end­um hafi vegið þyngra en mik­il hækk­un fast­eigna­verðs.

Þessi álykt­un sér­fræðinga Íbúðalána­sjóðs er ör­ugg­lega rétt. Árið 2014 beitti Bjarni Bene­dikts­son sér fyr­ir því sem fjár­málaráðherra að heim­ila launa­fólki að nýta sér­eigna­sparnað skatt­frjálst til íbúðar­kaupa og greiðslu íbúðaskulda. Alls hafa um 56 millj­arðar króna runnið til öfl­un­ar hús­næðis með samþætt­ingu skatta­lækk­un­ar og sér­eign­ar­stefnu. Um 23 þúsund ein­stak­ling­ar hafa að jafnaði nýtt sér þessa heim­ild í hverj­um mánuði. Kjarn­inn í stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins er að stuðla að eigna­mynd­un launa­fólks, ekki síst í íbúðar­hús­næði.

Það er ekki aðeins að sí­fellt fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð held­ur hef­ur ís­lensk­um heim­il­um tek­ist að um­bylta eig­in efna­hags­reikn­ingi á síðustu árum. Þau eru bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við efna­hags­leg áföll. Eigið fé, að frá­töld­um líf­eyr­is­rétt­ind­um, er um 157% af lands­fram­leiðslu. Staðan er miklu sterk­ari en í öðrum Norður­landa­ríkj­um. Skuld­ir heim­ila sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu eru 75% hér en um 105% að meðaltali ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Sem hlut­fall af ráðstöf­un­ar­tekj­um eru skuld­irn­ar einnig lægri hér, eða tæp­lega 150% á móti liðlega 200%.

Sama á við um fyr­ir­tæk­in og heim­il­in. Þeim hef­ur tek­ist að styrkja efna­hag sinn.

„… eng­in stór­kost­leg krísa“

Efna­hags­leg vel­gengni okk­ar Íslend­inga á síðustu árum, eft­ir mikl­ar hremm­ing­ar í kjöl­far falls fjár­mála­kerf­is­ins, er ekki til­vilj­un. Auðvitað hef­ur margt lagst með okk­ur en mestu hef­ur skipt að við höf­um náð að nýta tæki­fær­in með skyn­sam­leg­um hætti. Styrk stjórn rík­is­fjár­mála og al­gjör um­skipti er varðar skuld­ir rík­is­ins hafa lagt grunn­inn. (Þannig er vaxta­kostnaður rík­is­ins sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu um 1% en var fimm sinn­um hærri fyr­ir ára­tug.) Er­lend staða þjóðarbús­ins hef­ur aldrei verið betri.

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, hag­fræðing­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, benti á í sam­tali við Morg­un­blaðið síðasta laug­ar­dag að þótt hag­kerfið væri „að sigla í gegn­um lægð er ljóst að það er eng­in stór­kost­leg krísa fram und­an, sem bet­ur fer“:

„Það var dreg­in upp mjög dökk mynd á fyrstu mánuðum árs­ins þegar fyrstu merki komu fram þess efn­is að upp­sveifl­unni væri lokið og niður­sveifla fram und­an sam­fara falli WOW air. Sú mynd virðist ekki vera að raun­ger­ast. Ólíkt því sem við erum að sjá í Evr­ópu, þar sem stýri­vext­ir eru nei­kvæðir og skuld­ir hins op­in­bera hjá mörg­um ríkj­um hærri í dag en fyr­ir síðustu efna­hagskreppu 2008, þá hef­ur Seðlabanki Íslands og ís­lensk stjórn­völd tals­vert svig­rúm til að bregðast við og styðja við hag­kerfið þannig að niður­sveifl­an verði mild­ari en ella.“

Staða þjóðarbús­ins – heim­il­anna, fyr­ir­tækj­anna og hins op­in­bera – er í flestu sterk og það er vel und­ir það búið að tak­ast á við tíma­bund­inn sam­drátt. En það mun reyna á Seðlabank­ann og það mun reyna á rík­is­sjóð. Krón­an er stöðug og verðbólgu­vænt­ing­ar í takt við mark­mið Seðlabank­ans. Það gef­ur bank­an­um tæki­færi til að halda áfram að lækka vexti. Staða rík­is­sjóðs er sterk, sem gef­ur ekki aðeins mögu­legt að hrinda í fram­kvæmd þeim skatta­lækk­un­um sem þegar hef­ur verið lofað, held­ur stíga stærri skref. Þrýst­ing­ur á sveit­ar­fé­lög­in að end­ur­skoða skatta- og gjalda­stefnu sína mun síðan aukast, ekki aðeins út­svar held­ur ekki síður fast­eigna­gjöld.

Helsta ógn sem blas­ir við er staða efna­hags­mála í öðrum lönd­um. Evr­ópu­sam­bandið berst við erfiðleika – efna­hags­lega og póli­tíska. Brex­it er áskor­un fyr­ir okk­ur Íslend­inga en þar hef­ur Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra þegar unnið heima­vinn­una. Viðskipta­deil­ur Kína og Banda­ríkj­anna geta valdið okk­ur eins og öðrum þjóðum erfiðleik­um.

Á stund­um, ekki síst þegar vel árar, gleym­ist hve við Íslend­ing­ar erum háðir öðrum þjóðum. Greiður aðgang­ur að er­lend­um mörkuðum er okk­ur lífs­nauðsyn­leg­ur – er for­senda ein­hverra bestu lífs­kjara í heim­in­um. Ein­mitt þess vegna eig­um við að sam­ein­ast um að fjölga tæki­fær­um með opn­um sam­skipt­um og viðskipt­um við aðrar þjóðir, en ekki fækka þeim. Í alþjóðleg­um sam­skipt­um skipt­ir mestu að vera sjálf­um sér sam­kvæm­ur. Um það verður kannski lít­il­lega rætt þegar þing kem­ur sam­an í nokkra daga í lok mánaðar­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. ágúst 2019.