Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar um allt land

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar á næstu dögum um allt land. Alls verða haldnir 15 opnir fundir í vikunni.

Þingflokkurinn fundaði í Valhöll sl. laugardag.

Í hádeginu 13. ágúst fundaði þigngflokkurinn á Akranesi og á Ísafirði í kvöld kl. 20:00 í Edinborgarhúsinu.

Miðvikudaginn 14. ágúst fundar þingflokkurinn á Blönduósi, á Sauðárkróki og á Reyðarfirði.

Fimmtudaginn 15. ágúst fundar þingflokkurinn á Egilsstöðum, á Húsavík, á Akureyri, á Grundarfirði, á Höfn og á Hellu.

Laugardaginn 17. ágúst fundar þingflokkurinn í Reykjanesbæ, í Hafnarfirði og á Selfossi.