Útlendingar á Íslandi

Sigríður Á. Andersen alþingismaður:

Umræða um út­lend­inga hér á landi snýst gjarn­an um hæl­is­leit­end­ur. Því er haldið fram að regl­ur mála­flokks­ins séu ómannúðleg­ar og and­snún­ar hæl­is­leit­end­um. Þessa mál­flutn­ings er svo farið að gæta í umræðu um út­lend­inga al­mennt hér á landi (nema þegar kem­ur að jarðakaup­um út­lend­inga). Einkum séu það börn í þess­um hóp­um sem ekki njóti sann­mæl­is. Þrátt fyr­ir ómak­leg gíf­ur­yrði sem stund­um eru lát­in falla í garð okk­ar stjórn­mála­manna og emb­ætt­is­manna sem kom­um að þess­um mál­um, og sem draga í raun úr al­var­leika ásak­an­anna, er full ástæða til þess að hlusta eft­ir mál­efna­leg­um ábend­ing­um um það sem bet­ur mætti fara í lög­gjöf í þeim mála­flokki sem lýt­ur að dvöl og bú­setu út­lend­inga hér á landi.

Landa­mæragátt­ir

Ágæt­ur for­seti vest­an hafs, einn sá besti, nefndi í kveðjuræðu sinni á sín­um tíma að ef það þyrfti að slá skjald­borg utan um draumaríkið þá þyrftu að vera gátt­ir á þeim vegg svo þeir geti komið í gegn sem í hjarta sínu vilja það. Þessi sýn á landa­mæri hef­ur ekki aðeins reynst Banda­ríkj­un­um vel held­ur einnig öðrum ríkj­um sem hafa borið gæfu til þess að koma auga á mannauð víðar en heima fyr­ir og nýta hann. Þvert á það sem ætla mætti af umræðu hér á landi þá er Ísland í þeim hópi ríkja sem hafa lært þessa lex­íu með reynsl­unni.

Á Íslandi búa núna um 45 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar. Und­an­far­in ár hef­ur út­lend­ing­um hér fjölgað mun meira en inn­fædd­um. Sum­ir þess­ara út­lend­inga öðlast með tím­an­um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Und­an­far­in ár hef­ur svo háttað um hátt í 1.000 manns á ári. Að mati Hag­stof­unn­ar hverf­ur hins veg­ar ann­ar hver maður aft­ur til síns heima, en aðrir koma í staðinn.

Þessi þróun sýn­ir að Ísland stend­ur út­lend­ing­um opið. Og þannig á það að vera. Stærst­ur hluti út­lend­inga hér á landi kem­ur til þess að vinna um lengri eða skemmri tíma. Aðrir sækja hingað nám. Íslenskt efna­hags­líf, og þar með vel­ferð þeirra sem hér búa, bygg­ist að nokkru leyti á er­lendu vinnu­afli. Þeirri stöðu verður ekki breytt og ekki ástæða til. Verk­efni okk­ar allra er að renna stöðugt styrk­ari stoðum und­ir efna­hags­lífið, stækka kök­una sí­vin­sælu og leggja þannig okk­ar af mörk­um til þess að all­ur heim­ur­inn haldi áfram að batna.

Alls kon­ar út­lend­ing­ar

Þeir sem koma hingað til að vinna gera það flest­ir á grunni samn­ings sem Ísland hef­ur gert við önn­ur Evr­ópu­ríki um frjálst flæði vinnu­afls. Mun færri koma frá svæðum utan EES. Ástæðurn­ar rek ég hér síðar.

Und­an­far­in ár hef­ur þeim hins veg­ar fjölgað mjög sem óska eft­ir alþjóðlegri vernd af ýmsu tagi, í dag­legu tali kallaðir hæl­is­leit­end­ur. Af 500 mál­um af þeim toga sem lokið var við að af­greiða nú á fyrri hluta árs­ins hef­ur 111 um­sækj­end­um verið veitt dval­ar­leyfi á grund­velli vernd­ar, viðbót­ar­vernd­ar (ef um­sækj­andi telst ekki flóttamaður skv. alþjóðasamn­ing­um) eða af mannúðarástæðum. Bein­ar synj­an­ir voru 118 en 187 mál­um lauk með vís­un mál­anna til meðferðar í því ESB-ríki þar sem um­sókn var þegar til um­fjöll­un­ar, þar af var í 88 til­vik­um um það að ræða að um­sækj­end­ur höfðu þegar fengið vernd í ESB-ríki. Jafn­mörg dval­ar­leyfi hafa að und­an­förnu verið byggð á vernd og viðbót­ar­vernd. Stór hluti er svo mannúðarleyfi. Þá er ótal­inn fjöldi flótta­manna sem ís­lenska ríkið býður vel­komna ár hvert í sam­vinnu við alþjóðastofn­an­ir.

Af þessu má sjá að landa­mæri hér eru frá­leitt lokuð. Miðað við höfðatölu er Ísland meðal þeirra Evr­ópu­ríkja sem hafa tekið á móti flest­um um­sókn­um um hæli. Kostnaður við af­greiðslu þess­ara um­sókna hef­ur hækkað um tvo og hálf­an millj­arð á nokkr­um árum í sam­ræmi við fjölg­un um­sókna. Í fjár­lög­um þessa árs er gert ráð fyr­ir 2,7 millj­örðum kr. í bein­an kostnað við um­sýslu hæl­is­um­sókna. Hér veg­ur þyngst hús­næðis­kostnaður, beinn og í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu (1,4 millj­arðar kr.). Ann­ar kostnaður er fram­færslu­eyr­ir, heil­brigðisþjón­usta og lög­fræðiþjón­usta. Þessi kostnaður væri mun meiri í dag ef regl­um um af­greiðslu um­sókna, t.d. frá ör­ugg­um ríkj­um, hefði ekki verið breytt í ráðherratíð minni. Hlut­fall um­sókna frá ör­ugg­um ríkj­um minnkaði milli ár­anna 2017 og 2018 úr 60% í 24% og kostnaður einnig. En bet­ur má ef duga skal.

Til­gang­ur dval­ar

Sá er mun­ur­inn á flótta­mönn­um sem hingað koma og hæl­is­leit­end­um að hinir fyrr­nefndu upp­fylla skil­yrði alþjóðasátt­mála til að vera skil­greind­ir sem slík­ir. Við tök­um á móti þeim að yf­ir­lögðu ráði og skipu­leggj­um vel komu þeirra, ekki síst með því að und­ir­búa okk­ur sjálf. Hæl­is­leit­end­ur koma hins veg­ar á eig­in veg­um og á marg­vís­leg­um for­send­um. Stærsti hluti þeirra er ekki að flýja yf­ir­vof­andi ógn. Hvorki af manna­völd­um né nátt­úru. Þeir eiga það hins veg­ar sam­eig­in­legt að vera að leita tæki­færa til þess að koma bet­ur und­ir sig fót­un­um.

Nú kann ein­hver að telja það ómannúðleg­an orðhengils­hátt að gera slík­an grein­ar­mun á þess­um hóp­um sem veld­ur því að sum­ir fá dval­ar­leyfi en aðrir ekki. Maður sem hef­ur þegar fengið dval­ar­leyfi í ESB-ríki af mannúðarástæðum fær nefni­lega ekki dval­ar­leyfi á sama grunni í öðru ríki. Hann gæti hins veg­ar sótt um dval­ar­leyfi í öðru ríki á öðrum grunni, t.d. vegna náms eða vegna at­vinnu.

Nú er kallað eft­ir því að þess­um höml­um sé aflétt og hæl­is­leit­end­um þannig gert kleift að „versla með“ dval­ar­leyfi sín. Nú þegar hægt hef­ur á straumi fólks inn til Evr­ópu hef­ur ferðum þeirra í þess­um til­gangi inn­an Evr­ópu fjölgað. Á ensku hef­ur þetta verið kallað „asyl­um shopp­ing“ og hef­ur orðið til­efni til sér­stakra aðgerða stjórn­valda í Evr­ópu og Kan­ada.

Það er eðli­legt að hafa full­an skiln­ing á bág­um aðstæðum þeirra sem hafa fengið hæli í fá­tæk­ari lönd­um Evr­ópu eins og Grikklandi og Ítal­íu. At­vinnu­leysi er þar mikið og fé­lags­leg þjón­usta mögu­lega minni en norðar í álf­unni. Rétt­indi þeirra eru hins veg­ar að miklu leyti sam­bæri­leg við rétt­indi inn­fæddra. Í sam­an­b­urði við þá sem hafa dvalið árum sam­an í flótta­manna­búðum, og dvelja þar enn, hljóta tæki­fær­in að vera meiri í Grikklandi. Og það er sá sam­an­b­urður sem stjórn­völd standa frammi fyr­ir því fólkið í flótta­manna­búðunum knýr áfram dyra á Vest­ur­lönd­um.

Nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar

Mik­il­væg­ur mun­ur er þó á grísk­um rík­is­borg­ur­um og þeim sem hafa fengið hæli í Grikklandi. Grikk­irn­ir geta sótt vinnu á öllu EES-svæðinu en rétt­indi þess sem fengið hef­ur hæli að því leyti eru eft­ir sem áður eins og rétt­indi borg­ara utan EES. Hann þarf að sækja um at­vinnu­leyfi og dval­ar­leyfi á þeim grunni. Það hef­ur verið hæg­ara sagt en gert fyr­ir borg­ara utan EES að fá at­vinnu­leyfi á Íslandi. Alls ekki úti­lokað en leiðin að því marki hef­ur verið og er stór­grýtt. Það hef­ur verið und­ir aðilum vinnu­markaðar­ins komið hvort þess­ir þriðjarík­is­borg­ar­ar eiga mögu­leika á að þiggja hér vinnu. Mesta mögu­leika eiga sér­fræðing­ar og þeir sem telj­ast hafa ein­hvers kon­ar sér­stök tengsl við landið. Um­sækj­end­ur leita því allra leiða til að upp­fylla þessi skil­yrði. Þá er það metið í sam­starfi við aðila vinnu­markaðar­ins á hverj­um tíma hvort skort­ur sé á til­teknu vinnu­afli. Þessu snúna ferli er auðvelt að breyta hafi menn raun­veru­leg­an áhuga á því að opna hér vinnu­markaðinn fyr­ir fleir­um en borg­ur­um EES. Hingað til hef­ur ekki verið mik­ill áhugi á slíku hjá aðilum vinnu­markaðar­ins. Ég hef hins veg­ar lengi talið löngu tíma­bært, ekki síst í ljósi til­hæfu­lausra um­sókna um hæli hér á landi, að áhuga­söm­um um dvöl hér sé beint í skyn­sam­legri far­veg. Fé­lags­málaráðherra ætti að leggja drög að breytt­um regl­um í þess­um efn­um.

Áfram­hald­andi þróun

Í byrj­un árs kynnti ég frum­varp um nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á lög­um um út­lend­inga. Í því er m.a. tekið á þeirri þróun sem áður er lýst um um­sókn­ir frá þeim sem þegar eru komn­ir með vernd í ESB-ríki. Árið 2018 voru yfir 140 um­sókn­ir frá þeim sem þegar höfðu stöðu í öðru ESB-ríki. Meðalaf­greiðslu­tími þess­ara um­sókna var sex til níu mánuðir og kostnaður á bil­inu 340-500 millj­ón­ir króna. Auka þarf skil­virkni við af­greiðslu og lykt­ir þeirra mála. Frum­varp­inu er ætlað að gera það. Um leið verður gagn­sæi aukið og stöðug­leiki við fram­kvæmd lag­anna og þar með betri meðferð op­in­bers fjár. Mik­il­vægt er að mælt verði fyr­ir frum­varp­inu á Alþingi og það gert að lög­um á haust­dög­um.

Enn frek­ari breyt­ing­ar þurfa að verða á stjórn­sýslu út­lend­inga­mála. Það þarf að end­ur­skoða samn­inga við lög­reglu og mögu­lega fyr­ir­komu­lag tals­mannaþjón­ustu. Þá væri það einn­ar messu virði að fara yfir lög um fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­laga en sveit­ar­fé­lög gegna mik­il­vægu hlut­verki við mót­töku flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Fá sveit­ar­fé­lög hafa þó borið hit­ann og þung­ann í þeim efn­um.

Landa­mæri okk­ar eiga að hafa hlið sem leyfa frjálsa för manna, og fleiri en EES-borg­ara, sem eru í lög­mætri för. Á móti eig­um við rétt á því að fólk komi ekki hingað á fölsk­um for­send­um. Að það komi ekki sem hæl­is­leit­end­ur ef það þegar hef­ur fengið hæli í öðru ríki og ætl­un­in er bara að leita að vinnu hér á landi.

Flótta­manna­straum­ur­inn til Evr­ópu er nú í rén­un. Áfram og enda­laust verður hins veg­ar til fólk sem ætl­ar sér að leita tæki­færa í nýj­um lönd­um. Við skul­um taka því fagn­andi en ekki ýta und­ir ólög­lega för með sýnd­ar­mennsku.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. ágúst 2019.