Til hvers er barist?

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Öllum kjörn­um full­trú­um er hollt – jafn­vel skylt – að vega og meta eig­in störf. Spyrja sjálf­an sig spurn­inga.

Hverju hef ég áorkað? Hef ég komið ein­hverju til leiðar sem til heilla horf­ir fyr­ir sam­fé­lagið? Hef­ur mér tek­ist að nýta þau tæki­færi sem mér eru gef­in sem kjörn­um full­trúa til að hrinda stefnu­mál­um í fram­kvæmd? Með hvaða hætti hef ég staðið und­ir rétt­mæt­um vænt­ing­um kjós­enda? Hef ég verið sjálf­um mér sam­kvæm­ur og trúr þeim hug­sjón­um sem ég hef bar­ist fyr­ir?

All­ar þess­ar spurn­ing­ar og raun­ar marg­ar fleiri hafa leitað á huga þess er þetta skrif­ar frá því að hlé var gert á þing­haldi 20. júní síðastliðinn.

Magn en ekki gæði

Kjörn­ir full­trú­ar líkt og kjós­end­ur styðjast við mis­mun­andi mæli­kv­arða. Við sem sitj­um á Alþingi erum langt í frá sam­mála um hvaða mæli­stiku best sé að styðjast við þegar störf okk­ar eru veg­in og met­in. Að lokn­um þing­vetri hef­ur mörg­um þótt við hæfi að þing­menn séu sæmi­lega hreykn­ir af því hversu af­kasta­mikið þingið hafi verið. Því fleiri frum­vörp og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur sem samþykkt­ar eru því betra. Efn­is­legt inni­hald verður auka­atriði. Hvaða áhrif samþykkt lög hafa á líf ein­stak­linga og af­komu þeirra, rekst­ur og efna­hag fyr­ir­tækja er ekki mæli­kv­arðinn – magnið skipt­ir mestu.

Síðasta vet­ur samþykkti Alþingi 120 lög og 47 þings­álykt­an­ir. Lög sem ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um er ætlað að fara eft­ir og standa und­ir. Þings­álykt­an­ir sem oft­ar en ekki fela í sér kostnað sem skatt­greiðend­ur axla. Eng­ir – ekki fjöl­miðlar eða fræðimenn við æðstu mennta­stofn­an­ir lands­ins – gera til­raun til að meta hvaða áhrif ákv­arðanir Alþing­is hafa á sam­fé­lagið – á ein­stak­linga, heim­il­in eða fyr­ir­tæk­in. Aðeins af­markaðar laga­setn­ing­ar eru skoðaðar og þá oft­ast af hags­munaaðilum sem mest eiga und­ir. Þess vegna verður áfram stuðst við mæli­kv­arða þar sem magn ræður mestu þegar þing­menn og störf þeirra eru veg­in og met­in.

Inn­byggður hvati til að af­greiða laga­frum­vörp og álykt­an­ir er öfl­ugri en marg­ir átta sig á. Sama gild­ir um ráðherra. Það er hrein­lega ætl­ast til þess að hver og einn ráðherra leggi fjölda frum­varpa fram á hverj­um ein­asta þing­vetri, líkt og það sé heil­ög skylda að breyta lög­um þótt ekk­ert kalli á slíkt.

Með sama hætti þykir það til vitn­is um dugnað þegar þingmaður legg­ur fram fjölda fyr­ir­spurna til ráðherra um allt milli him­ins og jarðar – jafn­vel um það sem viðkom­andi get­ur hæg­lega fengið upp­lýs­ing­ar um af eig­in ramm­leik enda öll­um aðgengi­leg­ar. En fjöl­miðlar hríf­ast af dugnaðinum og telja það skyldu sína að greina frá hverri fyr­ir­spurn­inni á fæt­ur ann­arri. Þannig fær viðkom­andi staðfest­ingu á eig­in dugnaði sem skipt­ir þó al­menn­ing litlu.

Eft­ir­tekj­an

Þegar ég lít yfir síðasta þing­vet­ur er ég ekki viss hvernig ég svara of­an­greind­um spurn­ing­um. Ég get auðvitað bent á ýms­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­frum­vörp­um sem ég beitti mér fyr­ir og voru samþykkt­ar. All­ar þær breyt­ing­ar eru til betri veg­ar – ýmis lög um skatta og gjöld, ný heild­ar­lög um Seðlabanka, kjararáð eða lög í bar­áttu gegn kenni­töluflakki.

En upp­sker­an er frem­ur rýr þegar kem­ur að þeim mál­um sem ég lagði sér­staka áherslu á og barðist fyr­ir með fram­lagn­ingu frum­varpa.

Í sept­em­ber á liðnu ári lagði ég fram frum­varp um lækk­un erfðafjárskatts með því að inn­leiða þrepa­skipt skatt­hlut­fall þannig að þrep­in verði tvö, 5% og 10%. Með breyt­ing­unni hefði verið stígið skref í þá átt að færa álagn­ing­una til þess sem hún var fyr­ir þau efna­hags­legu áföll sem fylgdu í kjöl­far á falli viðskipta­bank­anna. All­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins stóðu að frum­varp­inu.

Viðbrögðin við frum­varp­inu sýndu hve rang­lát­ur erfðafjárskatt­ur­inn er í huga margra enda kem­ur hann fyrst og síðast niður á venju­leg­um Íslend­ing­um – millistétt­inni. Erfðafjárskatt­ur er ekki annað en skatt­ur á til­færslu fjár­magns og verðmæta á milli kyn­slóða.

Það voru sár von­brigði að frum­varpið skyldi ekki ná fram að ganga ekki síst vegna and­stöðu þeirra sem við sjálf­stæðis­menn eig­um sam­starf við í rík­is­stjórn. Ég geri mér grein fyr­ir að marg­ir urðu fyr­ir von­brigðum, enda um rétt­læt­is­mál að ræða sem ekki fékk fram­gang. Þótt þessi til­raun hafi ekki tek­ist verður ekki gef­ist upp. Frum­varpið verður lagt fram að nýju á kom­andi vetri með breyt­ing­um m.a. er varðar frí­tekju­mark, þannig að hver og einn erf­ingi njóti frí­tekju­marks.

Svipaða sögu er að segja af frum­varpi um fulla end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts af vinnu iðnaðarmanna á bygg­ing­arstað íbúðar­hús­næðis. Frum­varpið var lagt fram í októ­ber en komst aldrei á dag­skrá þings­ins, aldrei til nefnd­ar og þar með var ekki hægt að óska um­sagna hags­munaaðila. Með samþykkt frum­varps­ins hefði bygg­ing­ar­kostnaður lækkað um allt að 3%. En það er ekki hægt að gef­ast upp.

Einnig má benda á frum­varp um skatta­lega meðferð íbúðar­hús­næðis og að sömu regl­ur gildi um frí­stunda­hús. Með samþykkt frum­varps­ins er m.a. komið í veg fyr­ir að eldri borg­ar­ar lendi í skatta­leg­um ógöng­um og refs­ing­um hjá al­manna­trygg­ing­um þegar þeir selja sum­ar­hús sem þeir hafa átt jafn­vel í ára­tugi. Frum­varpið fékk ekki fram­gang frek­ar en frum­varp um að fé­lög sem ein­göngu eru rek­in til al­manna­heilla séu und­an­skil­in fjár­magn­s­tekju­skatti.

List­inn er lengri. Ég var meðflutn­ings­maður að frum­varpi um end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts til fé­laga­sam­taka til al­manna­heilla vegna mann­virkja­gerðar og annarra fram­kvæmda. Breyt­ing á lyfja­lög­um sem hefði aukið frelsi þannig að hægt verði að selja ákveðin lausa­sölu­lyf í al­mennri versl­un náði ekki til nefnd­ar. Sömu sögu er að segja um af­nám stimp­il­gjalda af skip­um yfir fimm brútt­ót­onn­um, sem eru einu at­vinnu­tæk­in sem bera slík gjöld. Jafn­ræðis­frum­varpið féll í grýtt­an jarðveg í þingsal. Til­raun til að auðvelda kyn­slóðaskipti í land­búnaði og öðrum at­vinnu­rekstri fékk sömu ör­lög. Með stuðningi annarra stjórn­arþing­manna lögðum við Har­ald­ur Bene­dikts­son fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um lax- og sil­ungsveiði sem hefði komið í veg fyr­ir að sami aðili eða tengd­ir aðilar geti með upp­kaup­um á lög­býl­um kom­ist yfir stærri hluta at­kvæðis­rétt­ar í veiðifé­lagi en 30%. Ekki var gefið tæki­færi til að mæla fyr­ir frum­varp­inu.

Árang­ur þrátt fyr­ir mót­byr

Mér og fé­lög­um mín­um hef­ur orðið lítið ágengt í að skera upp kerfið. Eft­ir­lit­s­kerfið lif­ir góðu lífi og þjón­ar að því er virðist á stund­um frem­ur sjálfu sér en þeim sem því er ætlað – neyt­end­um og fyr­ir­tækj­um.

Á hverju ein­asta ári hafa fram­lög rík­is­sjóðs til heil­brigðis­kerf­is­ins verið auk­in en engu að síður nær það ekki að upp­fylla skyld­ur sín­ar við okk­ur öll sem erum sjúkra­tryggð. Verst er að mér hef­ur mistek­ist að koma því til leiðar að fjár­mun­ir séu nýtt­ir með eins hag­kvæm­um hætti og kost­ur er. Rík­is­rekstr­arsinn­ar hafa haft yf­ir­hönd­ina. Af­leiðing­in er verri þjón­usta og dýr­ari. Þannig má lengi telja.

Einka­rekn­ir fjöl­miðlar berj­ast flest­ir í bökk­um en á sama tíma blómstr­ar rík­is­rek­inn fjöl­miðill. Og mér hef­ur lítið sem ekk­ert orðið ágengt í ára­langri bar­átt­unni gegn op­in­ber­um hluta­fé­lög­um sem eru nær ósnert­an­leg fyr­ir­bæri sem leggja til at­lögu við einkafram­takið þegar og ef það hent­ar.

En þrátt fyr­ir að það blási í mörgu á móti borg­ara­leg­um öfl­um – sjálf­stæðis­stefn­unni – hef­ur náðst ár­ang­ur á und­an­förn­um árum en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur setið í rík­is­stjórn frá 2013. Staða rík­is­sjóðs er gjör­breytt og skuld­ir litl­ar. Al­menn vöru­gjöld hafa verið felld niður og trygg­inga­gjald lækkað. Milliþrep tekju­skatts ein­stak­linga fellt niður sem launa­fólk með milli­tekj­ur naut ekki síst góðs af. Fjár­magns­höft af­num­in og viðskiptaum­hverfi lands­ins komið í eðli­legt alþjóðlegt um­hverfi. Er­lend staða þjóðarbús­ins hef­ur aldrei verið betri. Verðstöðug­leiki hef­ur ríkt og vext­ir lækkað. Fátt kem­ur launa­fólki bet­ur. Kaup­mátt­ur launa hef­ur aldrei verið meiri. Fram­lög til heil­brigðismála, trygg­inga ör­yrkja og líf­eyr­is eldri borg­ara hafa hækkað um tugi millj­arða. Framtíðin er björt og í mörgu öf­undsverð. Það er hlut­verk stjórn­mála­manna að vinna að því að tæki­færi framtíðar­inn­ar séu nýtt.

Oft er gripið til þeirr­ar klisju að stjórn­mál séu „list hins mögu­lega“. Jafn­vel í þreytt­um frös­um geta verið sann­leikskorn. Winst­on Churchill hélt því hins veg­ar fram að í stjórn­mál­um væri nauðsyn­legt að búa yfir hæfi­leik­an­um til að segja fyr­ir um hvað ger­ist á morg­un, í næstu viku, næsta mánuði og á næsta ári. Og að hafa getu í fram­hald­inu til að út­skýra hvers vegna það gerðist ekki. Kald­hæðni eins mesta stjórn­mála­leiðtoga sög­unn­ar er ekki mark­laus. Ég bý hins veg­ar ekki yfir mikl­um spá­dóms­gáf­um en hef kom­ist að því að ár­ang­ur í stjórn­mál­um snýst ekki aðeins um stefnu­festu held­ur ekki síður um þol­in­mæði – að hafa út­hald til að halda áfram að vinna að fram­gangi hug­sjóna í þeirri vissu að drop­inn hol­ar stein­inn. Þess vegna held­ur bar­átt­an áfram.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. júlí 2019.