Fríverslun við vonda menn?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Að til­lögu Íslands samþykkti mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóðanna ný­verið álykt­un þar sem lýst er yfir áhyggj­um af stöðu mála á Fil­ipps­eyj­um. Skrif­stofu mann­rétt­inda­full­trúa Sam­einuðu þjóðanna var falið að gera út­tekt á stöðu mann­rétt­inda­mála í land­inu og verður sú út­tekt að öllu óbreyttu lögð fyr­ir ráðið á næsta ári. Það er ánægju­legt að sjá Ísland beita sér með þess­um hætti á alþjóðavett­vangi. Kraft­ar okk­ar nýt­ast til þess að styðja við mann­rétt­indi og við eig­um að nýta þá krafta.

Ísland og hin EFTA-rík­in gerðu ný­lega fríversl­un­ar­samn­ing við Fil­ipps­eyj­ar. Á það hef­ur verið bent að það fari illa sam­an að for­dæma stjórn­völd á Fil­ipps­eyj­um eft­ir að hafa fyr­ir stuttu gert fríversl­un­ar­samn­ing við ríkið. Því er ég ekki sam­mála.
Það er rétt að hafa í huga að ríki gera fríversl­un­ar­samn­ing sín á milli. Íslensk stjórn­völd hafa í gegn­um tíðina skrifað und­ir fríversl­un­ar­samn­inga við fjöl­mörg ríki – og það verður að segj­ast eins og er að ekki fá þau öll fyr­ir­mynd­ar­ein­kunn þegar kem­ur að mann­rétt­inda­mál­um. Um það er ekki deilt í sjálfu sér.

Það er hins veg­ar vert að hafa í huga að and­lag fríversl­un­ar­samn­inga eru borg­ar­ar hvers rík­is, þ.e. fólk og fyr­ir­tæki í þeim ríkj­um sem gera fríversl­un­ar­samn­ing sín á milli. Með öðrum orðum: til­gang­ur fríversl­un­ar­samn­inga er að bæta kjör al­menn­ings – rétt eins og frjáls viðskipti hafa gert í gegn­um ald­irn­ar. Ein­ar mestu fram­far­ir mann­kyns­ins hafa orðið til með frjáls­um viðskipt­um á milli ríkja.

Því bet­ur sem al­menn­ing­ur í hverju landi stend­ur í efna­hags­legu til­liti því minni lík­ur eru á að ein­ræðis­herr­ar eða harðstjór­ar ým­ist kom­ist til valda eða haldi völd­um. Með auk­inni hag­sæld verður til stærri millistétt og þeir sem áður bjuggu við fá­tækt hafa tæki­færi til að bæta hag sinn – tæki­færi sem þeir höfðu ekki áður. Þetta er vissu­lega ein­föld sýn á flók­inn veru­leika, en staðreynd­in er engu að síður sú að fá­tækt hef­ur minnkað í heim­in­um, svo um mun­ar, í kjöl­far auk­inna viðskipta – sem koma iðulega til þegar stjórn­völd ryðja úr vegi viðskipta­hindr­un­um.

Þrátt fyr­ir smæð okk­ar geta ís­lensk stjórn­völd beitt sér með ýms­um hætti í alþjóðakerf­inu. Við höf­um talað fyr­ir því að ríki virði mann­rétt­indi, auki jafn­rétti kynj­anna, við höf­um tekið til máls um um­hverf­is­mál, mennta­mál og þannig mætti áfram telja. Við eig­um líka að vera boðber­ar frjálsra viðskipta á milli ríkja. Þannig leggj­um við okk­ar lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að auka hag­sæld úti um all­an heim. Við get­um haft ýms­ar skoðanir á þeim stjórn­völd­um og ráðamönn­um sem við ger­um fríversl­un­ar­samn­ing við – en við ger­um þá samt af því að við vilj­um bæta hag þeirra sem í land­inu búa og opna þá viðskipta­markaði sem hægt er að opna.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. júlí 2019.