Sókn er besta vörnin

Það má segja að ein­munatíð hafi verið hjá okk­ur á und­an­förn­um árum. Flest hef­ur gengið okk­ur í hag­inn og tím­inn nýtt­ur í að styrkja stoðirn­ar. Vegna þeirr­ar stefnu sem fylgt hef­ur verið á und­an­förn­um árum erum við vel í stakk búin til að tak­ast á við tíma­bundna erfiðleika sem við blasa nú.
Stoðir sam­fé­lags­ins eru sterk­ar, en það högg sem við tök­umst nú á við er áminn­ing um hversu mik­il­vægt er að fjölga stoðunum, nýta tæki­fær­in til frek­ari verðmæta­sköp­un­ar. Nú er rétti tím­inn til að örva fjár­fest­ingu í mik­il­væg­um innviðum sem munu skapa frek­ari mögu­leika í at­vinnu­lífi, styrkja byggðir lands­ins og efla hag­vöxt á næstu árum.

Tæki­fær­in liggja víða. Fjár­fest­ing­ar í lax­eldi skipta veru­legu og vax­andi máli fyr­ir þjóðarbúið, að ekki sé talað um þau landsvæði sem finna fyr­ir mestu áhrif­un­um. Fisk­eldi er ný stoð í verðmæta­sköp­un okk­ar og vægi þess á eft­ir að vaxa mikið á næstu árum.

Spöl­ur lauk far­sælu verk­efni sínu ný­verið og eru nú Hval­fjarðargöng­in eign þjóðar­inn­ar. Það er löngu tíma­bært að stíga fleiri stór skref í sam­göngu­mál­um. Við eig­um að nýta reynsl­una af verk­efni Spal­ar og hrinda í fram­kvæmd landsátaki í sam­göngu­mál­um á grund­velli gjald­töku. Arðbær­ari fram­kvæmd­ir eru vand­fundn­ar og gjald­töku­leiðin ger­ir okk­ur kleift að stíga stærri og betri skref en nokkru sinni áður. Efna­hags­leg áhrif á þjóðarbúið væru mjög mik­il til skemmri og lengri tíma. Og er þá ávinn­ing­ur­inn af færri um­ferðarslys­um ótal­inn.

Mik­il umræða hef­ur átt sér stað um orku­auðlind­ir þjóðar­inn­ar á und­an­förn­um miss­er­um. Minna hef­ur farið fyr­ir umræðu um hvernig við ætl­um okk­ur að nýta þær auðlind­ir sem í sjálfu sér eru lít­ils virði, nema til komi skyn­sam­leg nýt­ing. Við þær efna­hags­legu aðstæður sem nú blasa við er mik­il­vægt að Lands­virkj­un fari án taf­ar í frek­ari fram­kvæmd­ir. Hvamms­virkj­un í neðri Þjórsá er svo til full­hönnuð og búin að fara í gegn­um lög­form­legt ferli. Póli­tískt, efna­hags­lega og vegna verk­efna­stöðu jarðvinnu­verk­taka og bygg­inga­fyr­ir­tækja væri hag­kvæmt að fara af stað með þess­ar fram­kvæmd­ir í haust.

Jafn­framt verður að ráðast í stór­átak í upp­bygg­ingu á dreifi­kerfi raf­orku, en stöðugur ágrein­ing­ur um línu­lagn­ir og skort­ur á framtíðar­sýn í upp­bygg­ingu raf­orku­kerf­is­ins hef­ur haft skaðleg áhrif og at­vinnu­tæki­færi tap­ast víða um land vegna þess. Ein­fald­lega vegna þess að það er ekki hægt að koma raf­orku þangað. Sam­hliða auk­inni raf­orku­fram­leiðslu og upp­bygg­ingu dreifi­kerf­is verður að huga að nýj­um milli­stór­um kaup­end­um að raf­orku sem víðast um landið. Upp­bygg­ing gagna­vera á að vera næsta græna stóriðja okk­ar og um leið átak í að styrkja byggðirn­ar víða um land. Nauðsyn­legt er að leggja nýj­an sæ­streng til gagna­flutn­inga sem fyrst, helst á næsta ári. Um leið munu mörg tæki­færi skap­ast á þess­um vett­vangi.

Við ræðum gjarn­an um að þjóðin sé rík af orku­lind­um. Í því ljósi er fá­rán­legt að umræða dags­ins skuli hverf­ast um það að stutt sé í að við þurf­um að kljást við raf­orku­skort, eins og for­stjóri Landsnets hef­ur vakið eft­ir­minni­lega at­hygli á. Það er aug­ljóst að hér verður að koma til skýr framtíðar­sýn og í stað þess að ræða hvernig á að koma í veg fyr­ir orku­skort inn­an fárra ára, þurf­um við að bregðast við og svara af krafti vax­andi eft­ir­spurn eft­ir raf­orku. Raf­orkan er ein af grunnstoðum þjóðfé­lags­ins og lyk­ill­inn að verðmæta­sköp­un til skemmri og lengri framtíðar og batn­andi lífs­kjör­um þjóðar­inn­ar.

Nú er tím­inn til að hugsa stórt í arðbær­um fjár­fest­ing­um og hefjast þegar handa. Við eig­um að sækja fram: Sókn er besta vörn­in.