Bjarni Benediktsson kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag.

AIIB er ung en öflug og ört vaxandi alþjóðafjármálastofnun. Hún er stofnuð utan um samstarf þjóða til að taka á innviðafjárfestingarþörf í Asíu, styrkja tengingar og hagræna þróun á svæðinu og styðja þannig við hagvöxt og aðgengi íbúa að grunnþjónustu.

Sjá nánar hér.