Ósannindi borgarstjóra um Elliðaárdalinn

Björn Gíslason borgarfulltrúi:

Á fimmtu­dag­inn í síðustu viku birt­ist grein eft­ir mig í Morg­un­blaðinu und­ir yf­ir­skrift­inni „Meiri­hlut­inn geng­ur á Elliðaár­dal­inn“. Grein­ina birti ég sam­dæg­urs á Face­book-síðu minni og hlaut hún þar ágæt­is viðbrögð. Hins veg­ar gerði borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, veru­leg­ar at­huga­semd­ir við skrif mín þar og sá ástæðu til að ásaka mig um ósann­indi, sem ég tel mig knú­inn til að svara á op­in­ber­um vett­vangi.

Borg­ar­stjóri sagði meðal ann­ars: „Sæll – og takk fyr­ir að merkja mig í þessu. Það þarf greini­lega að seil­ast langt í þessu máli til að skapa áhyggj­ur og reyna að kveikja úlfúð. Mín reynsla er sú að betra sé að halda sig við staðreynd­ir í hverju máli og tak­ast á við þau á þeim grunni.“

Mynd 1 – Myndin er tekin úr skýrslunni Sjálfbær Elliðaárdalur – Stefna Reykjavíkur. Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016 (sjá bls. 13).

 

Fer frjáls­lega með staðreynd­ir

Fyr­ir það fyrsta lang­ar mig að taka heils­hug­ar und­ir þau orð borg­ar­stjóra að betra sé að halda sig við staðreynd­ir og tak­ast á við mál­in á þeim grunni í stað þess að fara frjáls­lega með þær, eins og borg­ar­stjór­inn ger­ir gjarn­an, m.a. í þessu máli.

Borg­ar­stjóri held­ur áfram og skrif­ar: „Skipu­lagið á Stekkj­a­bakka hef­ur lengi verið í und­ir­bún­ingi og í lang­an tíma, ekki síst vegna ná­lægðar við Elliðaár­dal­inn. Hins veg­ar nær það ekki til dals­ins.“

Við þá full­yrðingu borg­ar­stjóra að skipu­lagið við Stekkj­a­bakka nái ekki til Elliðaár­dals­ins er áhuga­vert að staldra, enda er sú full­yrðing röng. Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd (mynd eitt) sem tek­in er upp úr loka­skýrslu starfs­hóps um sjálf­bær­an Elliðaár­dal (sjá bls. 13 í skýrslu), um stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í mál­efn­um dals­ins, er lagt til að ytri mörk dals­ins séu dreg­in um Stekkj­ar­bakka.

Rang­færsl­ur borg­ar­stjóra

Í nýrri skipu­lagstil­lögu er svo látið að því liggja, eins og sjá má á mynd tvö, að starfs­hóp­ur­inn sem stóð að skýrsl­unni um sjálf­bær­an Elliðaár­dal hafi dregið ytri mörk dals­ins fram­hjá Stekkj­ar­bakk­an­um. Það er rangt! Ekki er unnt að draga aðra álykt­un en að hér sé um að ræða rang­færsl­ur af hálfu borg­ar­stjóra, en staðreynd­irn­ar (mynd­irn­ar), sem Degi er svo tíðrætt um að nauðsyn­legt sé að halda sig við – sem ég er raun­ar sam­mála – tala sínu máli.

Mynd 2 – Úr nýrri skipulagstillögu borgarstjóra.

 

Þá gerði borg­ar­stjóri því skóna að ég hefði vís­vit­andi farið rangt með þrjár grund­vall­arstaðreynd­ir í grein minni, en hann skrif­ar orðrétt: „Líkt og þér er hugs­an­lega kunn­ugt um þá eru þrjár grund­vall­ar staðreynd­ar­vill­ur í grein þinni: 1. Skipu­lags­svæðið við Stekkj­a­bakka er sunn­an við Elliðaár­dal­inn, bæði land­fræðilega (uppi á bakka) og í af­mörk­un dals­ins í aðal­skipu­lagi. Elliðaár­dal­ur­inn var skil­greind­ur sem Borg­arg­arður í aðal­skipu­lag­inu og má ekk­ert gera í daln­um sem ekki fell­ur að þeirri skil­grein­ingu. Borg­arg­arður er ný­mæli – nokk­urs kon­ar þjóðgarðar í borg­inni,“ skrif­ar Dag­ur.

Sú full­yrðing borg­ar­stjóra að skipu­lags­svæðið við Stekkj­a­bakka sé ekki inn­an marka Elliðaár­dals­ins er bein­lín­is röng eins og mynd eitt sýn­ir. Í um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar (UST) frá 4. mars 2019, við breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Stekkj­ar­bakka, kem­ur fram að þró­un­ar­svæðið sé víðfeðmara en í nú­gild­andi aðal­skipu­lagi. Með öðrum orðum er búið að út­víkka þró­un­ar­svæðið um­tals­vert og koma því fyr­ir í miðjum Elliðaár­daln­um.

Með hrein­um ólík­ind­um

Þá er að mati Um­hverf­is­stofn­un­ar hugs­un­in með hverf­is­vernd, þ.e. að skil­greina dal­inn sem borg­arg­arð, sú að hann verði nýtt­ur sem þjón­ustu­svæði fyr­ir al­menn­ing.

Það er með hrein­um ólík­ind­um að borg­ar­stjóri skuli halda því fram að það að skil­greina Elliðaár­dal­inn sem borg­arg­arð (þró­un­ar­svæði) veiti ein­hverja vernd. Um­hverf­is­stofn­un bend­ir rétti­lega á í um­sögn sinni að áætlaðar fram­kvæmd­ir falli ekki all­ar að áætl­un­um um þró­un­ar­svæðið þar sem hún teng­ist ekki úti­vist, íþrótt­a­starf­semi eða sam­fé­lagsþjón­ustu eins og skýrt er tekið fram í aðal­skipu­lag­inu (sjá bls. 276 í aðal­skipu­lagi).

Það verður ekki séð að gróður­húsa­hvelf­ing, með pálma­trjám og öðrum suðræn­um gróðri, gríðarlegri ljós­meng­un, auk­inni um­ferð og miklu raski og inn­gripi í ósnortna nátt­úru Elliðaár­dals­ins sam­ræm­ist þess­ari skil­grein­ingu um Borg­arg­arð. Borg­ar­stjóra væri því hollt að rýna bet­ur um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar áður en hann tjá­ir sig frek­ar um málið!

Hverf­is­vernd veit­ir enga vernd

Að lok­um skrif­ar borg­ar­stjór­inn: „3. Þú full­yrðir að Elliðaár eða nærsvæði séu ekki friðaðar með hverf­is­vernd – það er rangt – þær eru það ein­mitt í gild­andi deili­skipu­lagi, og nú er verið að út­færa aukna vernd, ein­sog til­laga mín á sín­um tíma gerði ráð fyr­ir. Sú full­yrðing að árn­ar séu ekki hverf­is­verndaðar skv. nátt­úru­vernd­ar­lög­um er hins veg­ar rétt, enda gera nátt­úru­vernd­ar­lög ekki ráð fyr­ir hverf­is­vernd. Hverf­is­vernd bygg­ir á skipu­lagslög­um.“

Þessi full­yrðing borg­ar­stjóra að Elliðaárn­ar séu friðaðar með hverf­is­vernd er hald­laus því að í um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar, er bent á að verið sé að áætla mikið rask inn á vatna­sviði Elliðaáa. Það kann að vera að árn­ar séu friðaðar í orði en ekki á borði. Í þessu sam­hengi hlýt­ur sú rétt­mæta spurn­ing að vakna: Hvers kon­ar vernd er hverf­is­vernd ef hún veit­ir enga vernd held­ur or­sak­ar rask?

Hér er ein­göngu um staðreynd­ir að ræða enda er það einnig mín reynsla að best sé að halda sig við þær; höld­um áfram að tala um staðreynd­ir.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. júlí 2019.