Í rusli

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Á næsta ári stóð til að hætta urðun í Álfs­nesi, þar sem allt sorp frá höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið urðað síðastliðin tæp­lega 30 ár. Ekki hef­ur fund­ist nýr urðun­arstaður og málið er í al­gjör­um hnút. Sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu gerðu með sér sam­komu­lag að urðun skyldi hætt árið 2020 en eng­in önn­ur staðsetn­ing hef­ur fund­ist, það vill nefni­lega eng­in ruslahaug­inn í sinn bak­g­arð. Staðsetn­ing­in á Álfs­nesi hef­ur um langt skeið truflað Mos­fell­inga vegna sjón- og lykt­ar­meng­un­ar frá svæðinu, en frá 1991 hef­ur allt sorp frá höfuðborg­ar­svæðinu verið flutt til Álfs­ness og liggja þar nú um 2,8 millj­ón tonn af sorpi í jörðu.

Þrátt fyr­ir áhyggj­ur af sorp­mál­um framtíðar­inn­ar eru já­kvæð teikn á lofti. Loks­ins hill­ir und­ir langþráða gas- og jarðgerðar­stöð á Álfs­nesi, sem mun draga veru­lega úr urðun enda mun all­ur líf­rænn úr­gang­ur fara í gegn­um stöðina. Afurðir stöðvar­inn­ar eru me­tangas, sem leys­ir annað og óum­hverf­i­s­vænna eldsneyti af hólmi, og jarðvegs­bæt­ir sem nýta má við land­græðslu. Gas- og jarðgerðar­stöðin er stórt skref í rétta átt, en við þurf­um áfram að urða það sorp sem ekki fer í jarðgerðar­stöðina, í end­ur­vinnslu eða brennslu.

Bregðast þarf við því ófremd­ar­ástandi sem rík­ir í úr­gangs­mál­um þjóðar­inn­ar, enda er hér um að ræða í senn mik­il­væga þjón­ustu við lands­menn, um­hverf­is­mál og loft­lags­mál. Hingað til hafa sorp­mál verið á for­ræði sveit­ar­fé­laga, en nú er lag að horfa til aðkomu rík­is­valds­ins að mála­flokkn­um. Við þurf­um að skoða til hlít­ar hvort fýsi­legt sé að rík­is­valdið taki mála­flokk­inn yfir, þar sem horft er til ný­sköp­un­ar og einkafram­taks­ins til að tryggja að lausn­irn­ar séu um­hverf­i­s­væn­ar. Heild­stæða nálg­un þarf þar sem gas- og jarðgerðar­stöðin í Álfs­nesi get­ur þjónað stærra svæði en höfuðborg­ar­svæðinu. Finna þarf urðun­arstað hið fyrsta fyr­ir það sem þó þarf að fara í urðun eins og nauðsyn­legt er að tryggja aðgengi að brennslu­stöð. Dýr­ar lausn­ir á borð við full­komna brennslu­stöð og gas- og jarðgerðastöð verða aldrei marg­ar á Íslandi og því nauðsyn­legt að horfa til lausna fyr­ir landið allt.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júní 2019.