Flokkur sem á sér framtíð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Það var ánægju­legt að sjá hversu marg­ir tóku þátt í því að fagna 90 ára af­mæli Sjálf­stæðis­flokks­ins í blíðskap­ar­veðri um allt land um liðna helgi. Það, hversu marg­ir gáfu sér tíma til að fagna þess­um merki­lega áfanga, gef­ur glögga mynd af stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hef­ur alltaf átt er­indi við þjóðina, allt frá stofn­un til dags­ins í dag.

Á þeim tíma hef­ur flokk­ur­inn átt hvað mest­an þátt í upp­bygg­ingu þessa sam­fé­lags sem við búum við í dag, hvort sem litið er til vel­ferðar­mála, ut­an­rík­is­mála eða alþjóðasam­starfs, mann­rétt­inda, mennta­mála, at­vinnu- og ný­sköp­un­ar og áfram má telja.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alltaf lagt áherslu á grunn­gildi um frelsi ein­stak­lings­ins til orða og at­hafna, minni rík­is­af­skipti, frjáls viðskipti, lægri skatta og öfl­ugt at­vinnu­líf. Þessi atriði áttu, eiga enn og munu áfram eiga er­indi við al­menn­ing, þá sér­stak­lega þar sem sí­fellt er gerð krafa um hærri skatta, auk­in út­gjöld og aðra útþenslu hins op­in­bera.

Saga flokks­ins er góð og merki­leg. Á sama tíma og við lít­um yfir far­inn veg er ekki síður mik­il­vægt að líta til framtíðar. Það er það sem mun gera Sjálf­stæðis­flokk­inn áfram að stærsta hreyfiafli ís­lenskra stjórn­mála; hvetja nýtt fólk til starfa inn­an flokks­ins og gera sjálf­stæðis­menn stolta af því að til­heyra þess­um stærsta stjórn­mála­flokki lands­ins.

Rétt er það sem áður hef­ur verið haldið fram í þessu blaði að upp­finn­inga­menn hafa lengi reynt að finna upp ei­lífðar­vél­ina og ekki tek­ist. Því er mik­il­vægt að fest­ast ekki í fortíðinni, held­ur þró­ast í takt við nýja tíma og leiða þær óumflýj­an­legu breyt­ing­ar sem framtíðin mun hafa með sér frem­ur en að ótt­ast þær.

Við tök­umst á við framtíðina með opn­um hug en stönd­um vörð um grunn­gild­in sem eiga jafn mikið upp á pall­borðið árið 2019 og árið 1929. Það er ekki hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins að standa vörð um úr­elt­ar hug­mynd­ir sem þóttu einu sinni góðar. Við ger­um grein­ar­mun á grunn­gild­um og ein­staka stefnu­mál­um eða úrræðum sem einu sinni virkuðu. Um leið og við ber­um virðingu fyr­ir sög­unni er mik­il­vægt að við mót­um framtíðina.

Styrk­leiki Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur í gegn­um tíðina verið sú mikla breidd af fólki sem bæði styður og starfar í flokkn­um, fólk á öll­um aldri og úti um allt land. Inn­an flokks­ins ríkja ólík sjón­ar­mið um ýmis mál en stefn­an stend­ur á traust­um grunni.

Í krafti fjöld­ans býr flokk­ur­inn að mik­il­vægri reynslu þeirra sem hafa verið lengi í stjórn­mál­um um leið og ungt og hæfi­leika­ríkt fólk hasl­ar sér völl. Hvort tveggja er for­senda þess að flokk­ur­inn vaxi og dafni.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. maí 2019.