90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins fagnað um land allt

Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu hinn 25. maí en flokkurinn var stofnaður á þeim degi árið 1929, við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins.

Þessum tímamótum var fagnað með hátíðardagskrá félaga Sjálfstæðisflokksins um land allt, meðal annars í Valhöll þar sem um 600 manns tóku þátt í fjölskylduhátíð í tilefni dagsins.

Ungir sem aldnir gæddu sér á glæsilegum veitingum, nutu skemmtidagskrár og leikja. Bæði Bjarni Benediktsson, formaður okkar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, fluttu ávarp og Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, lék listir sínar.