Í sátt við menn og náttúruna

Óli Björn Kárason alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Sé rétt á mál­um haldið geta legið mik­il – jafn­vel stór­kost­leg tæki­færi í fisk­eldi fyr­ir okk­ur Íslend­inga. Við höf­um tæki­færi til að byggja upp öfl­uga at­vinnu­grein af skyn­semi og á grunni bestu vís­inda­legr­ar þekk­ing­ar. Eða við get­um unnið óbæt­an­leg spjöll á nátt­úr­unni með ófyr­ir­sjá­an­leg­um efna­hags­leg­um af­leiðing­um.

Stefnt er að því að Alþingi af­greiði á vorþingi tvö frum­vörp sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra um fisk­eldi. Annað frum­varpið fel­ur í sér um­tals­verðar breyt­ing­ar á gild­andi lög­um um fisk­eldi, þar sem markaður er skýr­ari rammi um vax­andi at­vinnu­grein. Mark­miðið er, eins og seg­ir í grein­ar­gerð, að „styrkja lagaum­gjörð og stjórn­sýslu fisk­eld­is og með því að ýta und­ir að fisk­eldi verði sterk og öfl­ug at­vinnu­grein þar sem sjálf­bær þróun og vernd líf­rík­is er höfð að leiðarljósi“. Það á að gæta „ýtr­ustu varúðar við upp­bygg­ingu fisk­eld­is“ og byggja ákv­arðanir á ráðgjöf vís­inda­manna. Með síðara frum­varp­inu verður tek­in upp gjald­taka af fisk­eldi í sjó sem „grund­vall­ast á þeirri aðstöðu að hand­haf­ar rekstr­ar­leyfa til sjókvía­eld­is njóta tak­markaðra rétt­inda til hag­nýt­ing­ar auðlinda“. Gjaldið sem inn­heimt verður tek­ur mið af alþjóðlegu markaðsverði. Til að ýta und­ir eldi á ófrjó­um laxi og eldi í lokuðum kví­um verður gjaldið helm­ingi lægra.

Fjór­föld­un á tíu árum

Í töl­um Hag­stof­unn­ar kem­ur fram að á síðustu tíu árum hef­ur magn slátraðs eld­is­fisks nær fjór­fald­ast en rúm­um 19 þúsund tonn­um var slátrað á síðasta ári. Mest er aukn­ing­in í lax­eldi. Rétt tæp­um 300 tonn­um var slátrað árið 2008 en 13.500 tonn­um á liðnu ári. Gríðarleg aukn­ing í fram­leiðslu end­ur­spegl­ast í veru­legri fjölg­un starfs­manna. Frá 2008 til 2017 nær 2,7-faldaðist fjöldi starfs­manna fisk­eld­is­fyr­ir­tækja, fór úr 164 í 435 manns. Tekj­ur fyr­ir­tækja í fisk­eldi námu 19,3 millj­örðum árið 2017 – tvö­falt meiru en árið 2015 og meira en sex-falt meiru en 2008. Heild­ar­út­flutn­ings­verðmæti hef­ur nær sjö-fald­ast. Mest mun­ar um mik­inn vöxt á út­flutn­ingi á eld­islaxi. Árið 2008 var verðmæti út­flutn­ings um 500 millj­ón­ir króna en 8,8 millj­arða á síðasta ári.

Öllum má því vera ljóst að hags­mun­irn­ir sem eru í húfi við upp­bygg­ingu fisk­eld­is eru mikl­ir. Við sem vilj­um fara var­lega og leggj­um áherslu á að byggt sé á vís­inda­legri þekk­ingu, verðum að viður­kenna að mögu­leik­arn­ir eru mikl­ir, hvort held­ur er í land­eldi eða sjókvía­eldi. Tak­ist vel til get­ur fisk­eldi orðið styrk­asta stoð margra sveit­ar­fé­laga til framtíðar. Okk­ur Íslend­ing­um hætt­ir hins veg­ar oft til að pissa í skó­inn okk­ar – það verður hlýtt stutta stund en síðan sæk­ir kuld­inn aft­ur að okk­ur og er hálfu verri en áður.

Í sátt við nátt­úr­una

Það er mik­il­vægt að þegar stutt er við upp­bygg­ingu á fisk­eldi í sjó og nýj­ar leik­regl­ur mótaðar sé það gert í sátt. Að tekið sé til­lit til allra hags­muna, ekki síst nátt­úr­unn­ar sjálfr­ar. Fisk­eldi og nátt­úru­vernd geta farið ágæt­lega sam­an en þá verða ákv­arðanir um sjókvía­eldi að vera í sam­ræmi við ráðgjöf vís­inda­manna og bestu þekk­ingu á hverj­um tíma. Með fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á lög­um um fisk­eldi er hægt að leggja grunn að því að nýta tæki­fær­in sem vissu­lega eru fyr­ir hendi án þess að fórna öðrum hags­mun­um. Komið er til móts við ólík sjón­ar­mið – ann­ars veg­ar þeirra sem stunda fisk­eldi og hins veg­ar þeirra sem standa vilja vörð um nátt­úr­una.

Sjókvía­eldi í opn­um kví­um er langt í frá áhættu­laus starf­semi (jafn­vel þótt litið sé fram hjá því að notaður sé kyn­bætt­ur laxa­stofn af norsk­um upp­runa sem er erfðafræðilega frá­brugðinn ís­lensk­um laxa­stofn­um). Þessu hafa aðrar þjóðir fengið að kynn­ast. Hugs­an­leg erfðablönd­un get­ur brotið niður nátt­úru­lega laxa­stofna í ís­lensk­um ám, sjúk­dóm­ar og laxal­ús geta magn­ast með óaft­ur­kræf­um, skelfi­leg­um af­leiðing­um fyr­ir nátt­úr­una. Um leið er mik­il­væg­um stoðum kippt und­an bú­festu í öðrum sveit­um lands­ins. Og enn vit­um við lítið sem ekk­ert um hvort og hvaða áhrif sjókvía­eldi hef­ur á upp­eld­is­stöðvar nytja­stofna hér við land.

Nýt­ing veiðihlunn­inda er mik­il­væg í mörg­um sveit­um og er for­senda byggðafestu. Þing­menn verða að hafa þetta í huga þegar þeir móta lagaum­gjörð um fisk­eldi. Þeir verða að virða sjón­ar­mið veiðirétt­ar­hafa sem byggja af­komu sína að stór­um hluta á veiðirétt­ar­tekj­um. Fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir bænda eru samofn­ir byggðafestu og líf­væn­leg­um sveit­um.

Spila ágæt­lega sam­an

Ég er ekki and­stæðing­ur sjókvía­eld­is en ég er sann­færður um að til langr­ar framtíðar farn­ist okk­ur best – og þá ekki síst þeim sveit­ar­fé­lög­um sem vilja nýta tæki­færi til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar – að fara var­lega í sak­irn­ar. Við þurf­um að stór­auka rann­sókn­ir en um leið ýta með skipu­leg­um hætti und­ir nýj­ung­ar í fisk­eldi og auka fjár­hags­lega hvata til að stunda fisk­eldi á ófrjó­um fisk eða í lokuðum kví­um. Það er hægt að tryggja að til verði öfl­ug sjálf­bær at­vinnu­grein sem hef­ur vernd líf­rík­is­ins að leiðarljósi. Með þeim hætti er ég sann­færður um að ágæt sátt verði um upp­bygg­ingu fisk­eld­is á Íslandi.

At­vinnu­lífið og nátt­úru­vernd geta spilað ágæt­lega sam­an. Ég hef ít­rekað haldið því fram í ræðu og riti að nátt­úru­vernd sé efna­hags­legt mál, að það séu efna­hags­leg verðmæti fólg­in í því að tryggja vernd nátt­úr­unn­ar. Til framtíðar er skyn­sam­leg nýt­ing og nátt­úru­vernd ein for­senda þess að ferðaþjón­usta blómstri. Stjórn­kerfi fisk­veiða er eitt merk­asta fram­lag okk­ar Íslend­inga til nátt­úru­vernd­ar og ætti að vera fyr­ir­mynd annarra þjóða í sjálf­bærri nýt­ingu auðlinda.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. maí 2019.