Mynd af althingi.is

Auglýst eftir framboðum til miðstjórnar úr Suðurkjördæmi

Auglýst er eftir framboðum til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi.

Kosning til miðstjórnar fer fram á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldinn verður á Kirkjubæjarklaustri 25. – 26. maí nk. Kosið er um þrjú aðal- og þrjú varasæti sem Suðurkjördæmi á í miðstjórn skv. 23. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.

Framboðum skal skila á netfangið sudur@xd.is fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 23. maí nk. merkt: „Framboð til miðstjórnar X-D Suður“. Í framboðsyfirlýsingu skal koma fram nafn frambjóðanda, kennitala og heimilsfang ásamt netfangi. Þá er einnig óskað eftir því að frambjóðendur sendi inn ljósmynd af sér á tölvupósti.

Kjörstjórn