Aðalfundur kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 27. apríl nk. í Fosshóteli Húsavík.

Fundurinn hefst kl. 13:00 og áætluð fundarslit eru kl. 16:45. En eftir fundinn er ætlunin að heimsækja Geimfarasafnið og sjóböðin.

Um kvöldið er svo fyrirhugað að halda upp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins – en 25. maí nk. verða 90 ár frá stofnun flokksins.

Dagskrá aðalfundarins

Nánari dagskrá má finna hér að neðan (með fyrirvara um breytingar):

13:00  Fundur hefst – kosning fundarstjóra og fundarritara
a. Skýrsla stjórnar – Kristinn Frímann Árnason, formaður kjördæmisráðs
b. Reikningsskil – Harpa Halldórsdóttir flytur framsögu í fjarveru gjaldkera
c. Ákvörðun árgjalds

13:20  Kosningar
a. Kosning formanns
b. Kosning 14 stjórnarmanna og 15 varastjórnarmanna
c. Kosning kjörnefndar
d. Kosning í flokksráð
e. Kosning til miðstjórnar
f. Kosning skoðunarmanna reikninga

13:40  Flokksstarfið – verkefnin framundan:  Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins

14:00  Kynning á þriðja orkupakkanum
Hilmar Gunnlaugsson, formaður fulltrúaráðs á Fljótsdalshéraði

14:20  Staðan í pólitíkinni:
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

15:10  Kaffihlé

15:40  Fyrirspurnartími:  Kristján Þór, Áslaug Arna, Þórdís Kolbrún og Njáll Trausti svara spurningum fundarmanna

16:45  Áætluð fundarlok.