Hádegisfundur um þriðja orkupakkann
'}}

Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stendur fyrir opnum málfundi um þriðja orkupakkann næstkomandi föstudag, 26. apríl, kl. 12:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Frummælendur verða Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dómsmálaráðherra og
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þau munu fara yfir stöðu málsins og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum.

Fundarstjóri: Kristín Edwald lögmaður og fyrrum formaður Varðar.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.