Ferðaþjónusta verður áfram undirstöðu-atvinnugrein

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Gjaldþrot WOW air er áfall sem svipt­ir fjölda fólks lífsviður­væri og hag­kerfið í heild sinni dýr­mæt­um tekj­um. Það er mik­il eft­ir­sjá að þessu fyr­ir­tæki sem stuðlaði með marg­vís­leg­um hætti að bætt­um lífs­kjör­um og aukn­um lífs­gæðum á Íslandi.

Ferðaþjón­ust­an mun til skemmri tíma verða fyr­ir tölu­verðu höggi. Að óbreyttu er talið að brott­hvarf WOW air valdi því að er­lend­um ferðamönn­um fækki um um það bil 300 þúsund á ár­inu, en önn­ur flug­fé­lög munu fylla það skarð að ein­hverju leyti með því að auka sætafram­boð.

Þessi mála­lok áttu sér tölu­vert lang­an aðdrag­anda eins og all­ir lands­menn fylgd­ust með. Sú staðreynd stuðlaði að tvennu. Ann­ars veg­ar mildaði þetta höggið vegna þess að fé­lagið byrjaði sjálft að draga veru­lega sam­an segl­in. Hins veg­ar höfðu stjórn­völd svig­rúm til und­ir­bún­ings.

Stjórn­valda að bregðast við með ábyrg­um hætti

Eins og fyr­ir­sjá­an­legt var reyna sum­ir stjórn­ar­and­stæðing­ar að nýta sér þessa at­b­urði til að pota í rík­is­stjórn­ina með frek­ar ódýr­um og ótrú­verðugum hætti. Sum­ir þeirra segja að áætlan­ir henn­ar hafi aðeins gengið út á að koma strandaglóp­um til síns heima, sem sé ekki einu sinni hlut­verk stjórn­valda. Þeir hinir sömu ættu endi­lega að koma því á fram­færi við bresk stjórn­völd, sem stóðu frammi fyr­ir því að ríf­lega 100 þúsund manns urðu strandaglóp­ar þegar flug­fé­lagið Mon­arch fór á haus­inn og eyddu gíf­ur­leg­um fjár­mun­um í að koma þeim til síns heima. Að sjálf­sögðu er það hlut­verk ábyrgra stjórn­valda að leggja mat á þá ringul­reið og til­heyr­andi álits­hnekki fyr­ir landið sem get­ur orðið við verstu mögu­legu aðstæður, ef áfall sem þetta verður á versta mögu­lega árs­tíma og versta mögu­lega tíma dags, og teikna upp mögu­leg­ar leiðir til að milda þá stöðu.

Merki­lega þraut­seig­ar eru líka radd­ir um að stjórn­völd hefðu átt að freista þess að bjarga fé­lag­inu. Gefið er í skyn og eig­in­lega full­yrt að ein­hver til­tek­inn fjöldi millj­arða hefði dugað til að gera fé­lagið líf­væn­legt. Ef sú hefði verið raun­in hefðu fjár­fest­ar gripið tæki­færið á markaðsleg­um for­send­um. Horfa má til for­dæm­is­ins um Air Berl­in, sem var gríðarlega stórt og mik­il­vægt flug­fé­lag. Þýsk stjórn­völd reyndu ekki að bjarga því fé­lagi. Þau veittu því lán, en ekki til að bjarga því held­ur ein­göngu til að kaupa svig­rúm, ör­fá­ar vik­ur, svo að hægt yrði að selja eign­ir þess. Til stóð að lánið feng­ist að fullu end­ur­greitt en þýsk­ir fjöl­miðlar hafa síðar haldið því fram að þriðjung­ur?/​tölu­verður hluti þess hafi tap­ast.

Aukið sætafram­boð mik­il­væg­ast

Miklu skipt­ir að reyna að milda höggið sem verður til skamms tíma, það er að segja á þessu ári. Að mínu mati skipt­ir þar mestu að auka sætafram­boð til lands­ins. Ísland er án nokk­urs vafa á kort­inu sem vin­sæll áfangastaður er­lendra ferðamanna. Kynn­ing­ar- og markaðsátak gæti vissu­lega skilað ár­angri og kem­ur að sjálf­sögðu til skoðunar en ef sama krón­an gæti annaðhvort gert 500 manns meðvitaða um Ísland eða orðið til þess að fjölga flug­sæt­um hingað til lands um 500 þá yrði hið síðar­nefnda auðvitað fyr­ir val­inu.

Í mín­um huga leik­ur eng­inn vafi á því að ferðaþjón­usta verður áfram ein af und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um okk­ar. Það ger­um við með því að huga sér­stak­lega að því að leggja áherslu á arðsemi fram­ar fjölda ferðamanna.

Lang­tíma­verk­efni ferðaþjón­ust­unn­ar er sjálf­bærni

Öll viðleitni okk­ar í ráðuneyti ferðamála miðar að því að efla grein­ina á for­send­um sjálf­bærni. Sjálf­bærni er bara orð þar til sett­ir eru fram mæli­kv­arðar. Í störf­um mín­um hef ég lagt áherslu á þetta og birt­ist hún í okk­ar helstu verk­efn­um sem eru:

  • End­ur­skoðun á lang­tíma­stefnu­mót­un í ferðaþjón­ustu í sam­ráði við grein­ina og sveit­ar­stjórn­arstigið
  • Viðamikið álags­mat á tugi mæli­kv­arða sam­fé­lags­legra, um­hverf­is­legra og efna­hags­legra innviða, til að stuðla að upp­lýst­ari ákv­arðana­töku og for­gangs­röðun
  • Efl­ing rann­sókna og gagna­öfl­un­ar
  • Bæta sta­f­ræna tækni í ferðaþjón­ustu
  • Upp­bygg­ing innviða á veg­um Fram­kvæmda­sjóðs ferðamannastaða og Landsáætl­un­ar um innviðaupp­bygg­ingu
  • Nýj­ar áfangastaðaáætlan­ir lands­hlut­anna, inn­leiðing þeirra og fram­kvæmd
  • Bar­átta gegn ólög­legri starf­semi, svo sem með heimag­ist­ing­ar­vakt

Það er mín bjarg­fasta trú – og hún bygg­ist á trú minni á frjálst fram­tak – að til lengri tíma muni aðrir fylla upp í það skarð sem WOW air skil­ur eft­ir sig að því marki sem starf­semi þess var sjálf­bær. Í þess­um orðum felst trú á framtíð Íslands sem fyrsta flokks áfangastaðar ferðamanna og á framtíð ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu sem einn­ar af okk­ar mik­il­væg­ustu und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um.

Greinin birtist fyrst í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. apríl 2019.