Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lauk nú um helgina hringferð sinni um landið sem hófst í kjördæmaviku Alþingis sunnudaginn 10. febrúar sl. með fundi á Laugarbakka í Húnaþingi vestra.
Síðan þá hefur þingflokkurinn heimsótt á sjötta tug staða vítt og breitt um landið og átt samtal við nokkur þúsund landsmenn bæði á opnum fundum og í vinnustaðaheimsóknum.
Auk Laugarbakka heimsótti þingflokkurinn Blönduós, Skagaströnd, Sauðárkrók, Ólafsfjörð, Akureyri, Þingeyjasveit, Skútustaðahrepp, Húsavík, Þórshöfn, Vopnafjörð, Seyðisfjörð, Egilsstaði, Reyðarfjörð, Neskaupsstað, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Djúpavog, Höfn, Kirkjubæjarklaustur, Vík, Reykjavík, Hafnarfjörð, Bláskógabyggð, Flúðir, Hvolsvöll, Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranes, Ólafsvík, Grundarfjörð, Stykkishólmur, Seltjarnarnes, Kópavog, Mosfellsbæ, Borgarnes, Garðabæ, Súðavík, Bolungarvík, Ísafjörð, Flateyri, Suðureyri, Bíldudal, Tálknafjörð, Patreksfjörð, Suðurnesjabæ og Vestmannaeyjar.
Allar heimsóknir þingflokksins heppnuðust gríðarlega vel, móttökur voru frábærar og gefandi samtöl átt sér stað á öllum stöðum. Þingflokkurinn þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi á hverjum stað fyrir aðstoðina, fyrirtækjum fyrir frábærar móttökur og öllum þeim sem komu til fundar við þingflokkinn kærlega fyrir frábær kynni.