Frábær mæting í Suðurnesjabæ

Frábær mæting var á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ sem haldinn var á Lighthouse-Inn í Garði í gærkvöldi. Setið var í hverju sæti og fram fóru góðar og gagnlegar umræður um málefni líðandi stundar og þau mál sem skipta fundarmenn máli.

Óhætt er að segja að nýgerðir kjarasamningar hafi verið áberandi í umræðunni sem og gjaldþrog WOW-air og áhrifin af því sem eru mikil enda Keflavíkurflugvöllur innan bæjarmarka Suðurnesjabæjar. Samgöngumál og tvöföldun Reykjanesbrautar, heilbrigðismál, atvinnumál á Suðurnesjum, sjávarútvegsmál o.fl voru einnig töluvert rædd.

Suðurnesjabær er 52. viðkomustaður þingflokksins í hringferð hans um landið sem hófst 10. febrúar sl. Ferðinni lýkur í dag með fundi í Vestmannaeyjum en þá hefur þingflokkurinn haft viðkomu á alls 53. stöðum á landinu.