Ábyrgur ríkisbúskapur: Góður árangur á síðustu árum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti nýverið fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. Á undanförnum árum hefur kapp verið lagt á hraða niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og hafa heimilin að sama skapi sýnt ráðdeild og nýtt uppsveifluna til að greiða niður skuldir og safna eignum. Ábyrg fjármálastjórn hins opinbera og heimila landsins á undanförnum árum gerir íslensku hagkerfi betur kleift að takast á við kólnun í hagkerfinu, svo sem vegna breytinga í flugrekstri og loðnubrests.