Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins átti góðan fund með Tálknfirðingum þann 31. mars, en fundurinn fram á Veitingastaðnum Hópinu.
Sem fyrr voru fjölmörg mál sem brunnu á fundarmönnum en rauði þráðurinn var þó vegabætur á Vestfjörðum og kom fram skýr vilji heimamanna um að leggja veg gegnum Teigsskóg fyrir Djúpafjörð og Gufufjörð og sleppa þar með við vegina yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Eins voru sjávarútvegsmál, raforkuöryggi, fiskeldismál, lögreglumál o.fl. rædd á fundinum.
Hringferð þingflokksins hófst í kjördæmaviku Alþingis laugardaginn 10. febrúar sl. með fundi á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Dagana 29. - 31. mars voru Vestfirðir heimsóttir og ferðinni lýkur formlega með fundi í Vestmannaeyjum föstudaginn 5. apríl nk. Tálknafjörður var 50. viðkomustaður þingflokksins. Alls mun þingflokkurinn sækja heim rúmlga 50 staði á landinu í hringferðinni, ýmist á opnum fundum eða með vinnustaðaheimsóknum.
Nánari dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.