Áttu vel heppnaðan fund á Patreksfirði

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hélt opinn fund á Patreksfirði í gær sem var afar vel sóttur og heppnaður í alla staði. Þar gæddu fundargestir sér á kjötsúpu að hætti heimamanna og tóku spjall um það sem skipti máli fyrir svæðið.

Var fundurinn á Patreksfirði sá síðasti á ferð þingflokksins um Vestfirði. Líkt og á öðrum fundum á svæðinu voru samgöngumál eitt stærsta málið, þ.e. vegabætur um Teigsskóg og Dynjandisheiði. En fiskeldismál komu einnig sterkt við sögu, sjávarútvegsmál, kjaraviðræður, orkuöryggi svæðisins, heilbrigðismál, landbúnaðarmál o.m.fl.

Fyrr um daginn hafði þingflokkurinn skoðað Dýrafjarðargöng, heimsótt Arnarlax og Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal og fundað á Tálknafirði.

Patreksfjörður var 51. viðkomustaður  þingflokksins í hringferðinni sem staðið yfir yfir síðan 10. Febrúar og var gærdagurinn 21. dagurinn sem þingflokkurinn er á ferðinni.

Alls mun þingflokkurinn sækja heim rúmlega 50 staði á landinu, ýmist á opnum fundum eða með vinnustaðaheimsóknum.

Nánari dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.