Heimsóttu fyrirtæki á fallegum morgni á Ísafirði

Þingflokkurinn notaði morguninn í dag til að heimsækja vinnustaði í yndislegu veðri á Ísafirði, en í gærkvöldi stóð þingflokkurinn fyrir opnum fundi í Bolungarvík og hitti forsvarsmenn Súðavíkur þar í bæ.

Fyrsta heimsókn morgunsins var í líftæknifyrirtækið Kerecis sem sérhæfir sig í framleiðslu á sérhæfðum sáraumbúðum sem unnar eru úr þorskroði.

Tækni- og framleiðslufyrirtækið Skaginn 3X var næst sótt heim en fyrirtækið en þar er m.a. háþróaður tækibúnaður fyrir fiskvinnslu framleiddur bæði í skip og landvinnslu. Þá var fundað með forsvarsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna Arctic Fish, Háafells, ÍS-47 og Hábrúnar um fiskeldismál.

Ísafjörður er 45. viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið og þriðji viðkomustaður á Vestfjörðum en þingflokkurinn ferðast nú um Vestfirði á hringferð sinni um landið sem hófst í kjördæmaviku Alþingis þann 10. febrúar sl. og lýkur í Vestmannaeyjum föstudaginn 5. apríl nk. en verður þingflokkurinn búinn að sækja yfir 50 staði á landinu heim.