Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum þrátt fyrir skilnað

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Kjarna­fjöl­skyldan var einu sinni karl, kona, þrjú börn og hundur en getur í dag verið alls­kon­ar. Það geta verið karl, karl, barn/­börn, hundur og kött­ur, þið skiljið hvert ég er að fara. Fjöl­skyldur eru alls­konar og í vax­andi mæli búa börn á tveimur heim­il­um. Enda er það svo að kerfið okkar gerir ráð fyrir að for­eldrar fari sam­eign­lega með for­sjá barna sinna eftir skilnað nema annað sé ákveð­ið.

Í sam­eig­in­legri for­sjá eiga for­eldrar að hafa sam­ráð um allar meiri­háttar ákvarð­anir er varða barn­ið. Eðli­lega því skylda for­eldra hverfur ekki við skiln­að. Þá er gert ráð fyrir að for­eldra sam­mælist um lög­heim­ili barns­ins. Það er þáttur sem vissu­lega veldur oft vand­kvæðum og árekstrum for­eldr­anna á milli enda ótelj­andi rétt­indi og skyldur tengdar lög­heim­ili, tvö­falt lög­heim­ili væri efni í heila ef ekki nokkrar grein­ar. En það ekki það sem ég ætla að fjalla um hér. Heldur hvaða upp­lýs­ingar fá for­ræð­is­for­eldrar um börn sín og hvernig geta þeir sinnt skyldu sinni sem for­eldri sé barnið ekki með lög­heim­ili hjá þeim.

Rétt­indi og skyldur for­eldra eftir skilnað

For­eldrar bera ábyrgð á börnum sínum þrátt fyrir skiln­að. Það hlýtur að vera eðli­legt að báðir for­sjár­for­eldrar hafi aðgengi að upp­lýs­ingum um barn sitt og geti fylgt eftir ýmiss konar þjón­ustu er barnið varðar t.d að stofna banka­reikn­ing, panta tíma hjá lækni, fá upp­lýs­ingar frá Sjúkra­trygg­ing­um, kaupa trygg­ingar o.s.frv. En stað­reyndin er sú að for­sjá­for­eldri sem ekki er með lög­heim­ili barns er gert mjög erfitt fyrir við að sinna slíkum verk­um.

Ég hef vakið athygli á þessu í þing­ræð­um, lagt fram fyr­ir­spurnir og óskað eftir sér­stakri umræðu um mál­ið. Í svari heil­brigð­is­ráð­herra til mín (þingskjal 819/149) kemur í ljós að með fram­kvæmd sinni brjóta Sjúkra­trygg­ingar Íslands á per­sónu­vernd barna í ein­hverjum til­fell­um. Þrátt fyrir að Per­sónu­vernd hafi gert athuga­semdir við fram­kvæmd­ina og komið með til­lögu að lausn.

Leyfið mér að útskýra út á hvað þetta geng­ur.

Ég spurði hverjir fengju bréf þegar um væri að ræða mál­efni barna og hvort þau væru stíluð á báða for­ráða­menn eða ein­göngu á lög­heim­ili barns­ins og þá hvern. Svar ráð­herra byggir á upp­lýs­ingum frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands en þeir not­ast við gagna­grunn Þjóð­skrár og þegar verið er að senda út upp­lýs­ingar vegna barns er ekki sent á báða for­ráða­menn barns­ins heldur er sent á fjöl­skyldu­númer barns­ins en það ræð­ast af elsta ein­stak­ling fjöl­skyld­unnar sem skil­greind er á lög­heim­ili barns­ins. Þannig er ekki einu sinni víst að annar for­ráða­maður barns­ins fái bréfið ef for­eldrið er í sam­búð eða gift eldri ein­stak­ling. Í slíkum til­fellum berst til­kynn­ing fóst­ur­for­eldri sem ekki hefur for­ræði yfir barn­inu.

Ráðu­neytið hefur nú í kjöl­far fyr­ir­spurnar minnar áréttað athuga­semd­irnar við Sjúkra­trygg­ingar Íslands. En ég hygg að vanda­málið sé kerf­is­lægt og liggi víðar en hjá Sjúkra­trygg­ing­um.

Kerfin eiga að vinna með og fyrir okkur

Núver­andi þjóð­skrár­kerfi var tekið í notkun árið 1986 en með því eru ein­stak­lingar tengdir saman í þjóð­skrá með svoköll­uðu fjöl­skyldu­núm­eri. Á heima­síðu Þjóð­skrár segir m.a „Fjöl­skyldu­núm­erið hefur verið notað á marg­vís­legan hátt í gegnum tíð­ina, t.d. við töl­fræði­úr­vinnslu hjá Hag­stofu Íslands og í tengslum við skatta- og almanna­trygg­inga­mál.

Fjöl­skyldu­núm­erið þjónar enn í dag þeim til­gangi sem því var upp­haf­lega ætlað þ.e. að vera sam­teng­ing á milli ein­stak­linga á lög­heim­ili, en því var aldrei ætlað að veita upp­lýs­ingar um hverjir væru for­eldrar barns né hverjir fara með for­sjá þess.“ Hvaða kerfi á þá að veita slíkar upp­lýs­ing­ar?

Þjóð­skrá hlýtur að fá ítrek­aðar spurn­ingar og kvart­anir vegna mála af þessu tagi enda er fjöl­skyldu­núm­era­kerf­inu lýst sér­stak­lega á heima­síðu stofn­unn­ar­innar með dæmisögu um Jón og Gunnu. Þar eru líka spurn­ingar og svör við t.d. af hverju er ég ekki skráð sem for­eldri barns míns í þjóð­skrá? Af hverju sjá opin­berar stofn­anir og t.d. bankar ekki að ég fer með for­sjá barns míns? Og af hverju fær stjúp­for­eldri mark­póst og til­kynn­ingar um barn mitt en ekki ég sem er for­eldri og fer með for­sjá? Svörin eru öll á þá leið að kerfið not­ist við fjöl­skyldu­númer og að kerfið skrái vensl á milli ein­stak­linga með tak­mörk­uðum hætti og taki t.a.m. ekki til fjöl­skyldu- og skyld­leika­tengsla né veiti upp­lýs­ingar um for­sjá barna.

Lausnin er að hægt sé að sækja um vott­orð hjá Þjóð­skrá um að þú sért í raun móðir eða faðir barns og farir með for­sjá og svo skaltu gjöra svo vel og hafa á þér vott­orðið og mæta með það í banka­úti­bú­ið, nú eða bara þegar þú þarft að sanna það að þú eigir nú eitt­hvað í þessu barni og berir skyldu til að sinna því.

Kerfin eru ekki til fyrir kerfið sjálft heldur okk­ur. Kerfið á að vinna með og fyrir fjöl­skyldur í land­inu. Stór hluti fjöl­skyldna eru nú sam­settar og stór­hluti barna býr í raun á tveimur heim­il­um. Þrátt fyrir að margir telji að lausnin á þessum vanda sé tvö­föld lög­heim­ilis skrán­ing þá fylgja því ýmis vanda­mál sem við höfum enn ekki náð að leysa. En hversu erfitt getur verið fyrir Þjóð­skrá að halda utan um hverjir hafi for­ræði yfir börnum og að miðla þeim upp­lýs­ingum eins og öðrum upp­lýs­ingum sem Þjóð­skrá miðl­ar?

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 18. febrúar 2019.