Stykkishólmur 37. viðkomustaður þingflokks

Heilbrigðismál, stjórnarsamstarfið, áhrifaleysi stjórnmálamanna, samgöngumál, ferðaþjónusta, fjármögnun sýslumannsembættisins og Þjóðarsjóður voru m.a. rædd við þingflokk Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í Stykkishólmi sl. laugardagskvöld.

Þingflokkurinn hefur á undanförnum vikum verið á hringferð um landið og hefur nú þegar heimsótt 37 staði heim. Ferðin hefur gengið afar vel og hefur verið mikil ánægja með það fundaform sem viðhaft hefur verið á fundinum þar sem þingmenn og heimamenn mætast í almennu spjalli fremur en hinu hefðbundna fundaformi.

Næsti fundur þingflokksins verður á Seltjarnarnesi miðvikudaginn 13. mars nk.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.