Góð stemning í Ólafsvík

Það ríkti góð stemning þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti Snæfellsbæ laugardaginn 9. mars 2019, en það var 35. viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið.

Fundurinn fór fram í félagsheimilinu Klifi á Ólafavík og var góð mæting og frábærar móttökur þar sem boðið var upp á hnallþóru af stærstu gerð.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.