Frábær mæting á Akranesi

Skagamenn létu sitt ekki eftir liggja þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði á Akranesi í morgun, en húsfyllir var í Gamla Kaupfélaginu þar sem fundurinn var haldinn.

Ýmislegt brann á fundarmönnum en þeir áttu m.a. samtal við þingmenn um húsnæðismál, landbúnaðarmál, samgöngumál og skattamál. Að loknum kraftmiklum fundi ók þingflokkurinn fram hjá hæsta mannvirki Akraness og eins af táknum bæjarins, turni Sementsverksmiðjunnar, sem til stendur að jafna við jörðu í náinni framtíð.

Akranes er 34. viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið sem hófst sunnudaginn 10. febrúar sl. og lýkur laugardaginn 6. apríl nk. Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.