Hvað getur borgin gert?

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Í kjaraviðræðunum hef­ur verið leitað eft­ir stuðningi rík­is­ins. Talað hef­ur verið um lækk­un skatta og stuðning í hús­næðismál­um. Þegar horft er til um­svifa Reykja­vík­ur­borg­ar er ljóst að borg­in er í hvað best­um fær­um að auka kaup­mátt og létta byrðar á hús­næði. Borg­in tek­ur meira til sín af laun­um fólks en ríkið. Það er staðreynd sem mik­il­vægt er að hafa í huga. Ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in taka öll minna til sín en borg­in. Við leggj­um til lækk­un á út­svar sem nem­ur 84 þúsund krón­um á heim­ili á ári þegar miðað er við meðallaun og tvær fyr­ir­vinn­ur. Þá hef­ur Reykja­vík al­gera sér­stöðu með Orku­veit­unni og get­ur létt heim­il­is­rekst­ur­inn með því að lækka gjald­skrá. Við leggj­um til lækk­un sem nem­ur 36 þúsund krón­um á ári. Báðar töl­urn­ar eru eft­ir skatta og þyrftu tekj­ur að vera 200 þúsund krón­um hærri fyr­ir skatta til að skila sama ávinn­ingi.

Hag­stæðara hús­næði

Þá er ljóst að ríkið hef­ur ekki skipu­lags­valdið, en borg­in hef­ur van­rækt að skipu­leggja lóðir fyr­ir hag­stætt hús­næði. Við leggj­um til að farið verði í að skipu­leggja Keldna­landið fyr­ir stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og hag­stætt hús­næði án fyr­ir­vara. Nú­ver­andi stefna hef­ur leitt til dreif­ing­ar byggðar, enda hef­ur meiri fjölg­un verið á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu vegna þess­ar­ar stefnu. Hag­stætt bygg­ing­ar­land í Reykja­vík létt­ir á hús­næðismarkaðnum, ekki síst hjá fyrstu kaup­end­um en ungt fólk býr í vax­andi mæli heima hjá for­eldr­um vegna hús­næðis­vand­ans. Betri bygg­ing­ar­val­kost­ir í Reykja­vík munu líka létta á um­ferðinni, en í dag hafa stofn­an­ir og fyr­ir­tæki farið t.d. í Kópa­vog og íbú­ar flutt í Árborg og Mos­fells­bæ. Upp­bygg­ing á hag­stæðum svæðum í Reykja­vík myndu því létta á um­ferðinni, en hún hef­ur þyngst um­tals­vert vegna nú­ver­andi stefnu. Allt þetta létt­ir á íbú­um. Allt þetta er ger­legt. Það sem það eina sem þarf er vilj­inn. Við leggj­um fram til­lög­una. Nú er í hönd­um borg­ar­stjórn­ar að taka hana áfram.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. mars 2019.