Kynntu tillögur um kjarabætur fyrir heimilin í borginni

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, kynnti tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kjarabætur fyrir heimilin í borginni á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í morgun.

Tillagan er í fjórum liðum og snýr hún að lækkun bæði launaskatts (útsvars) og gjalda heimilanna. Þá er lagt til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins og að byggingarréttargjöldum verði stillt í hóf.

Ljósmynd/HAG

Eyþór sagði á fundinum að borgin tæki meira en ríkið af launum skattgreiðenda en flokkurinn mun leggja að lækka útsvar. Þá benti hann á þá staðreynd að borgin tæki meira af launum fólks en nokkurt annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu.

„Við leggjum til að launaskatturinn fari úr 14,00% frá og með 1. maí nk. en útsvarið er 14,52% sem er lögbundið hámark. Jafnframt leggjum við til að lækka rekstrargjöld heimilanna um 36 þúsund krónum á heimili í borginni að jafnaði á ársgrundvelli,“ segir Eyþór og bætir við að þetta séu samanlagt 120 þúsund á heimili í borginni miðað við meðallaun.

Ljósmynd/HAG

„Þetta gæti haft töluverð áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og gætu fyrstu tveir hlutar aðgerðanna jafngilt því að fjölskylda með tvær fyrirvinnur á meðallaunum fái u.þ.b. 200 þúsund krónur í viðbótarlaunagreiðslur á ársgrundvelli,“ segir Eyþór.

Tillögurnar í heild sinni má finna hér.