Sjálfstæðisfélag Grindavíkur fagnaði 60 ára afmæli um síðustu helgi með veglegu kaffiboði í félagsheimili sínu.
Fjölmennt var í kaffiboðinu sem var allt hið veglegasta. Voru félaginu færðar góðar gjafir í tilefni af afmælinu og mættu sjálfstæðismenn víðsvegar að af Suðurnesjum til að samfagna með Grindvíkingum.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kíkti við eftir vel heppnaðan opinn fund í Grindavík og fagnaði tímamótnum með heimamönnum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði gesti og skar fyrstu sneiðina af afmæliskökunni fyrir Hjálmar Hallgrímsson nýkjörinn formann félagsins.
Félagið var stofnað 1. mars 1959 og hefur allar götur síðan verið burðarás í starfi flokksins í Grindavík. D-listi sjálfstæðismanna í Grindavík hefur borið fram til bæjarstjórnar um áratugaskeið og alla jafnan átt góðu gengi að fagna. Sjálfstæðismenn eru í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn og hafa verið nú um árabil.