Frábær stemning í Grindavík

Það var frábær stemning á opnum fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Salthúsinu í Grindavík eftir hádegi í dag og þétt setinn salurinn. Grindavík er 33. viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið sem hófst sunnudaginn 10. febrúar.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.