Félagsheimilið Hvoll á Hvolsvelli var 28. viðkomustaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á hringferð hans um landið sem hófst í kjördæmaviku.
Rangæingar fjölmenntu til fundar við þingflokkinn og áttu sér stað líflegar og málefnalegar umræður á borðum þar sem þingmenn og fundargestir fóru á milli borða og ræddu sín á milli það sem skiptir máli.
Fjölmargt var til umræðu á borðum fundarmanna; samgöngumál, landbúnaðarmál, orkumál, innflutningur á fersku kjöti, ferðaþjónusta o.fl.
Næstu fundir þingflokksins verða á morgun laugardaginn 23. febrúar í Hveragerði í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins kl. 10:30, í Þorlákshöfn í ráðhúsinu kl. 12:30 og í Sveitarfélaginu Árborg á Hótel Selfossi kl. 14:30.
Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.
Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.