Fjölmenni á fundi í Hafnarfirði

Þingflokkurinn átti ákaflega góðan fund með Hafnfirðingum miðvikudagskvöldið 20. febrúar á veitingahúsinu Kænunni þar sem þau mál sem skipta Hafnfirðinga máli voru krifjuð til mergjar.

Hafnarfjörður var 24. viðkomustaður þingflokksins á hringferð flokksins um landið. Ferðin hófst í kjördæmaviku Alþingis sunnudaginn 10. febrúar þegar þingflokkurinn lagði upp í rútu frá Valhöll norður í land og hélt sinn fyrsta á Laugarbakka í Húnaþingi vestra.

Síðan þá hefur þingflokkurinn haldið fundi á alls 15 stöðum fyrir fundinn í Hafnarfirði og heimsótt vinnustaði á alls 10 stöðum. Ferðinni er hvergi nærri lokið því þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.