Fullt var út úr dyrum á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Iðnó, Reykjavík í dag. Fjölmörg mál brunnu á fundarmönnum. Þar á meðal málefni borgarinnar, kjarasamningar, efnahagsmál og samgöngumál voru meðal þeirra atriða sem fundarmenn ræddu við þingmenn flokksins.
Miðvikudaginn 20. febrúar mun þingflokkurinn funda á Kænunnni í Hafnarfirði og hefst fundurinn kl 19:30.
Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.
Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.