Fjölmennt var á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Vík í Mýrdal í gær. Fundarmenn ræddu allt milli himins og jarðar en samgöngumál, landbúnðarmál, heilbrigðismál, öryggismál og málefni ferðaþjónustunnar voru þau mál sem helst brunnu á fólki.
Í dag mun þingflokkurinn heimsækja nokkur fyrirtæki í Reykjavík og á á morgun laugardaginn 16. febrúar verður opinn fundur í Iðnó og hefst hann kl. 12:00.
Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.
Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.