Hittu þingflokkinn í Reykjavík

Laugardaginn kemur, hinn 16. febrúar, er þér boðið á opinn fund með þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í Iðnó og hefst kl. 12:00.

Fundurinn er haldinn í tengslum við kjördæmaviku á Alþingi. Að þessu sinni ákvað þingflokkurinn að fara sem ein heild í hringferð um allt land. Með því vildi þingflokkurinn undirstrika að þrátt fyrir að þingmenn séu kjörnir á Alþingi fyrir sitt kjördæmi þá eru þeir í raun og ekki síður þingmenn landsins alls.

Þingflokkurinn hefur þegar keyrt hringinn og hitt fólk víða. Ferðin byrjaði síðastliðinn sunnudag á Laugarbakka í Húnaþingi vestra og endaði í Vík í Mýrdal nú í morgun. Þessir fundir hafa heppnast einstaklega vel þar sem þingmenn hafa átt frábær samtöl við fólk og fengið að heyra hvað það er sem skiptir mestu máli hjá fólki á hverjum stað. Í heild verða heimsóttir rúmlega 50 staðir á landinu. Nú er röðin komin að Reykjavík.

Fundir í hringferðinni eru óformlegri en oft áður. Lagt er upp með að allir þingmenn taki virkan þátt í spjalli við fundarmenn og að sama skapi væntum við virkrar þátttöku þeirra sem mæta. Fundarmönnum gefst því gott tækifæri til að hitta þingmenn og ráðherra flokksins og ræða það sem skiptir máli – en þetta er einnig mikilvægt tækifæri fyrir þingmenn til að hitta heimamenn og fá milliliðalaust að heyra hvað það er sem brennur mest á þeim, á hverjum stað og í hverju kjördæmi.

Facebook-viðburð fundarins má finna hér og dagskrá ferðarinnar í heild má finna hér. Á heimasíðu flokksins munum við einnig birta fréttir úr ferðinni sem og á samfélagsmiðlum.

Fundurinn er öllum opinn. Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta, hvetjum þig til að taka aðra með þér á fundinn og hlökkum til að sjá þig.