Tóku púlsinn á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Djúpavogi

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði var fyrsti viðkomustaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu starfsemina og ræddi við þingmenn um málefni sjávarútvegs.

Hluti þingflokksins fór þó beint á Stöðvarfjörð og heimsótti Sköpunarmiðstöðina þar sem skapandi listir eru allsráðandi í gömlu frystihúsi sem nú hefur fengið nýtt hlutverk. Í Sköpunarmiðstöðinni geta listamenn fengið inni til lengri eða skemmri tíma og unnið að listsköpun sinni í einstöku umhverfi.

Næsti viðkomustaður þingflokksins var Djúpivogur þar sem haldinn var opinn súpufundi og var fullt út úr dyrum.

Að loknum fundi skipti þingflokkurinn sér í tvennt og annar hlutinn kynnti sér laxasláturhús Búlandstinds á meðan hinn hlutinn fór í skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn Gauta Jóhannessonar sveitarstjóra.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.