Aslaug Arna

Í vörn fyrir sósíalismann

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Íslensk stjórn­völd lýstu ný­lega yfir stuðningi við Juan Guaidó til bráðabirgða, en Guaidó er lýðræðis­lega rétt­kjör­inn for­seti valda­lauss þjóðþings Venesúela. Með því skipaði Ísland sér í raðir vest­rænna ríkja, sem er ánægju­legt. Í fram­hald­inu er rétt að það fari fram kosn­ing­ar í land­inu og til lengri tíma litið tekst Venesúela von­andi að rífa sig upp úr þeirri eymd sem sósí­al­ist­ar hafa valdið al­menn­ingi í land­inu á und­an­förn­um árum.

Um það er ekki deilt að efna­hag­ur Venesúela er í mol­um. Millj­ón­ir manna hafa flúið land, lyf og mat­væli fást ekki nema fyr­ir út­valda vini stjórn­valda, skól­ar og heilsu­gæsl­ur geta ekki starfað, ung­barnadauði hef­ur auk­ist um 30% og dauðsföll­um sæng­ur­kvenna hef­ur fjölgað um 65%, innviðir á borð við dreifi­kerfi raf­magns eru í mol­um, gjald­miðill lands­ins er með öllu verðlaus, rétt­ar­kerfið hef­ur verið svo gott sem af­numið, póli­tísk­ir and­stæðing­ar stjórn­valda eru fang­elsaðir og pyntaðir og þeir einu sem hafa það gott eru vin­ir og ætt­ingj­ar þeirra sem fara með völd­in. Í land­inu rík­ir al­gjör upp­lausn.

Um miðja síðustu öld var Venesúela eitt rík­asta land heims. Þrátt fyr­ir mikl­ar nátt­úru­auðlind­ir, s.s. olíu og frjó­samt land fyr­ir mat­væla­fram­leiðslu, rík­ir nú hung­urs­neyð í land­inu – hung­ur í boði hug­mynda­fræði sem hef­ur alltaf haft slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir al­menn­ing. Það gefst ekki rúm til að rekja alla sög­una hér í þess­um stutta pistli og vissu­lega hafa ut­anaðkom­andi aðstæður einnig haft áhrif á efna­hagsþróun í land­inu, líka til hins verra. Megin­á­stæðuna fyr­ir þeim efna­hags­vanda sem hef­ur ríkt í land­inu síðastliðin fimm ár má þó nær ein­göngu rekja til stefnu sósí­al­ista. Önnur ol­íu­ríki hafa einnig fundið fyr­ir lækk­un olíu­verðs án þess þó að efna­hag­ur þeirra hafi hrunið eins og spila­borg. Slæm efna­hags­stjórn og spill­ing eru þó ekki einu af­rek sósí­al­ista í land­inu á síðustu árum. Með því að beita bæði her og glæpa­gengj­um hafa stjórn­völd níðst á al­menn­ingi í land­inu með of­beldi, kúg­un og niður­læg­ingu. Slík hegðun kom til löngu áður en efna­hag­ur lands­ins fór í vaskinn.

Á sama tíma og vest­ræn lýðræðis­ríki lýsa yfir stuðningi við Juan Guaidó reyna marg­ir, sem all­ir eiga það sam­eig­in­legt að styðja sósíal­íska hug­mynda­fræði, að gera lítið úr af­leiðing­um sósíal­ískr­ar stefnu stjórn­valda í Venesúela og snúa umræðunni í ein­hvers kon­ar andúð á heimsvalda­stefnu Banda­ríkj­anna. Það er engu lík­ara en að þess­ir aðilar trúi því að eymd íbúa Venesúela sé þess virði svo lengi sem Banda­ríkja­menn skipti sér ekki af mál­um.

Staðreynd­in er sú að við erum í enn eitt skiptið að sjá skips­brot sósí­al­ism­ans. Af­leiðing­ar sósí­al­isma eru alltaf þær sömu fyr­ir al­menn­ing; eymd, volæði og hung­ur.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu 12. febrúar 2019.