Vinnustaðaheimsóknir á Þórshöfn, Vopnafirði og Seyðisfirði

Ferðalag þingflokksins hófst klukkan átta í morgun þegar ekið var úr Kelduhverfi yfir á Þórshöfn á Langanesi þar sem þingmenn kynntu sér starfsemi Ísfélagsins, flugstöðvarinnar á Þórshöfn, Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Naustar, grunnskólans og BJ vinnuvéla.

Að því loknu fékk þingflokkurinn kynningu á Finnafjarðarverkefninu á leiðinni frá Þórshöfn yfir í Vopnafjörð þar sem komið var við í trésmiðjunni Mælifelli sem fagnar 30 ára starfsafmæli sínu á næstu dögum.

Frá Vopnafirði var ekið yfir á Seyðisfjörð. Þar heimsóttu þingmenn sýslumannsembættið, þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins, Skaftfell og Norrænu.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir. Á morgun verður farið á Fáskrúðsfjörð, Djúpavog, Höfn og Kirkjubæjarklaustur.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.