Húsvíkingar létu sig ekki vanta

Íbúar Húsavíkur og nágrennis streymdu að á fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Húsavík í kvöld þar sem allt það sem skiptir máli var til umræðu. Fundurinn er sá sjötti í fundaröð þingflokksins sem nú er á hringferð um landið en áður var fundað í Mývatnssveit, á Akureyri, í Ólafsfirði, á Sauðárkróki og á Laugarbakka.

Þingflokkurinn hefur alls staðar fengið frábærar móttökur. Góður rómur er gerður að fundaforminu sem ekki með hefðbundu sniði þar sem allir fundarmenn eru virkir á fundinum og geta rætt geta rætt öll þau mál sem brenna í brjósti.

Menntamál, samgöngumál, atvinnumál, ferðamál, umhverfismál og laxeldismál voru meðal þess sem rætt var á Húsavík.

Áður en fundurinn hófst fór hluti þingflokksins í sjóböðin á Húsavík sem eru nýjung og viðbót við áður fjölbreytta flóru afþreyingar í ferðaþjónustu á svæðinu

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir. Á morgun verður farið á Þórshöfn, Vopnafjörð, Seyðisfjörð, Egilsstaði, Reyðarfjörð og Neskaupsstað, ýmist með fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.