Fullt út úr dyrum á Akureyri

Eyjafjörður tók vel á móti þingflokki Sjálfstæðisflokksins klæddur hvítri kápu nú um hádegisbilið þegar rúta þingflokksins rann í hlað til fundar við heimamenn. Troðfullt var út úr dyrum í Naust í Menningarhúsinu Hofi þar sem vel á annað hundrað fundamenn gæddu sér á matmikilli kjötsúpu og ræddu um það sem skiptir máli.

Jákvæð stemning var á fundinum þar sem þingmenn dreifðu sér á 16 borð og tóku spjallið við Eyfirðinga, en umræðuefnið var af afar fjölbreyttum toga og hver fundarmaður gat komið sínum hugðarefnum að í umræðunni.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fyrir utan Hof á Akureyri.

Næsti fundir er á Sel-Hóteli Mývatni kl. 16:30 og síðan á Húsavík í kvöld.

Þetta er í fyrsta skipti sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ferðast allur saman í kjördæmi landsins í kjördæmaviku Alþingis. Þingflokkurinn mun í ferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.