Þingmenn á hringferð

Stund­um er sagt að stjórn­mála­menn eigi aðeins er­indi við kjós­end­ur rétt fyr­ir kosn­ing­ar, en þess á milli sjá­ist þeir sjald­an. Það er vita­skuld rétt að það ber aldrei meira á stjórn­mála­mönn­um en í kosn­inga­bar­áttu, þá setja þeir mál sín fram og leggja í dóm kjós­enda. Þess á milli er hins veg­ar ekki síður mik­il­vægt að stjórn­mála­menn rækti sam­bandið við um­bjóðend­ur sína, hlusti eft­ir sjón­ar­miðum þeirra, hlýði á áhyggj­ur þeirra og hagi störf­um sín­um í sam­ræmi við það og þjóðar­hag.Kjör­dæm­a­vik­an svo­nefnda er ein­mitt hugsuð til þess, að hlé sé gert á þing­störf­um svo þing­menn geti farið út í kjör­dæmi sín og tekið púls­inn. Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur ávallt lagt áherslu á að nýta kjör­dæm­a­vik­una vel og hef­ur hver þingmaður jafn­an að mestu sinnt sínu kjör­dæmi, þar sem hann þekk­ir best til fyr­ir. Við vilj­um gera þetta öðru­vísi nú. Fara áfram út í kjör­dæm­in en gera það sam­an, svo all­ir þing­menn flokks­ins kynn­ist þeim mál­um sem mest brenna á fólki, á hverj­um stað og í hverju kjör­dæmi.

Þess vegna erum við þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins nú að leggja í sam­eig­in­lega hring­ferð um landið, sem standa mun yfir næstu vik­ur. Við ætl­um að heim­sækja um 50 bæi og byggðakjarna um allt land, hitta fólk á heima­velli og tala við það um stjórn­mál­in, at­vinnu­líf og mann­líf. Í því spjalli er ekk­ert und­an­skilið og þar verður bæði horft til þess sem stend­ur fólki næst og hins sem varðar landið allt.

Það er auðvitað ekki nýtt að fólk eigi greiðan aðgang að þing­mönn­um sín­um, í störf­um okk­ar í þing­inu og ráðuneyt­um hitt­um við auðvitað ákaf­lega marga. Þing­menn hafa viðtals­tíma og eru dug­leg­ir við að sinna kjör­dæm­inu með marg­vís­leg­um hætti. En bet­ur má ef duga skal, því það er ekki þannig að á þingi séum við, hvert og eitt, aðeins að fást við mál­efni okk­ar kjör­dæm­is.

Þrátt fyr­ir að við séum kjör­in á þing fyr­ir til­tek­in kjör­dæmi, þá erum við oft­ast að fást við mál, sem varða landið allt. Mál­efni höfuðborg­ar­svæðis­ins varða líka fólk úti á landi, rétt eins og borg­ar­bú­ana skipt­ir máli hvað er að ger­ast á lands­byggðinni. Hags­mun­irn­ir fara, og eiga að fara, sam­an. Á Alþingi þarf þingmaður úr Reykja­vík norður að vita og skilja hvað er á döf­inni á Aust­ur­landi og þingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is þarf að bera skyn­bragð á mál­efni Suður­kjör­dæm­is.

Sam­an til spjalls á heima­velli

Þess vegna ætl­um við þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins að fara öll sam­an í þessa hring­ferð um landið og leggja þannig áherslu á að þótt við séum þing­menn ein­stakra kjör­dæma, þá erum við líka og ekki síður þing­menn lands­ins alls.Þannig náum við öll bet­ur sam­an, fáum betri skiln­ing á því sem er að ger­ast á hverj­um stað og land­inu öllu. Það snýr bæði að þörf­um og metnaði hvers byggðarlags, en ekki þó síður hvernig það styrk­ir land og þjóð sem heild. Íslend­ing­ar eru og eiga að vera ein þjóð í einu landi, þar sem menn eiga að njóta jafn­ræðis, jafn­rétt­is og jafnra tæki­færa til þess að efla hag sinn og ham­ingju, óháð bú­setu, upp­runa og öðrum aðstæðum.

Á næstu dög­um munu birt­ast aug­lýs­ing­ar um hvenær við kom­um á hvern stað og við vilj­um hvetja alla til þess að koma, hvort sem þeir nú fylgja Sjálf­stæðis­flokkn­um að mál­um eða ekki. Þetta verða óform­leg­ir spjall­fund­ir, þar sem okk­ur lang­ar til að sem flest­ar radd­ir og ólík sjón­ar­mið komi fram, því til þess er nú leik­ur­inn gerður: Að hitta fólk á heima­velli og ræða það sem skipt­ir máli.

Höfundar: Bjarni Benediktsson fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Þór­dís Kol­brún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþingis.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. febrúar 2019.

Nánari upplýsingar um ferðina má finna hér.