Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra mun ræða um framtíðarsýn fyrir íslenska fjármálakerfið á opnum fundi í Valhöll laugardaginn 19. janúar kl. 11.00.
Efni fundarins verður nýútkomin hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem fjármálaráðherra hefur óskað eftir að verði tekin til umræðu á Alþingi í upphafi vorþings.
Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og formaður starfshóps á vegum ríkisstjórnarinnar sem vann að gerð hvítbókarinnar mun fara yfir helstu niðurstöður hennar.
Að því loknu mun Bjarni Benediktsson fjalla um áherslur þeirrar vinnu sem framundan er í framhaldi af niðurstöðum skýrslunnar.
Það eru efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd Sjálfstæðisflokksins sem standa fyrir fundinum. Fundarstjóri verður Sirrý Hallgrímsdóttir formaður fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið má í heild sinni nálgast hér.