Ríkisskuldir komnar niður í 21% af VLF

Heildarskuldir ríkissjóðs námu 593 milljörum króna um áramótin að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkisjóðs. Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í dag og er fréttinni vitnað í Lánamál ríkisins.

Hefur hrein skuldastaða ríkissjóðs því lækkað um rúmlega 290 milljarða króna frá því í desember 2013, en það ár settist Sjálfstæðisflokkurinn aftur í ríkisstjórn.

Skuldir ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa með þessu farið úr því að vera 50% af VLF í rúmlega 21% af VLF, skv. frétt Morgunblaðsins.