Ísland meðal þeirra fremstu í tollamálum

Tollar á Íslandi á innfluttar iðnaðarvörur hafa verið 0% frá upphafi árs 2017 eða í tæplega tvö ár. Samkvæmt Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) er Ísland eitt af sex aðildarríkjum sem hafa með öllu afnumið tolla á iðnaðarvörur. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármálaráðuneytisins.

Vitnar fréttin í ritið „World Tariff Profiles 2018“ þar sem er að finna yfirlit yfir meðaltolla aðildarríkja á árinu 2017. Byggist yfirlitið á greiningu stofnunarinnar sem unnin er upp úr alþjóðlegum tollskrám.

Við greininguna hefur m.a. verið tekið tillit til bæði verð- og magntolla.

Mynd: Fjármálaráðuneytið

Þar segir ennfremur: „Þegar að iðnaðarvörum kemur er ljóst að Ísland er afar frjálslynt ríki þar sem einfaldur meðaltalsbestukjaratollur (MEB-tollur – ensku Simple average most favoured nations applied tariff) nemur einungis 0,1%. Einungis Hong Kong, Macao og Singapúr standa Íslandi framar með 0,0% MEB-toll. Önnur ríki sem framarlega standa eru Noregur, Georgía og Máritía.“

Fréttina í heild sinni má finna hér.