Enginn kaupir eða gleypir sólina

Óli Björn Kárason alþingismaður:

„Hvað djúpt sem við hugs­um fáum við í raun og veru ekk­ert svar við öll­um spurn­ing­um okk­ar, en vert er þó að hafa í huga hví­lík reg­in­villa það er að vera trú­laus á hand­leiðslu hins góða, sem við hljót­um að trúa að sé til og það jafn­vel í okk­ur sjálf­um, ef vel er að gáð.“

Þannig komst Björn Jóns­son – Björn í Bæ á Höfðaströnd í Skagaf­irði (1902-1989) – að orði í ít­ar­legu viðtali við Árna Johnsen í Morg­un­blaðinu í des­em­ber 1982. Björn sem fagnaði 80 ára af­mæli sínu, var trúaður maður. Í hans huga var kær­leik­ur­inn grunn­ur alls hins góða:

„Ef ég reyni að skýra viðhorf mitt til Guðs, sem í al­heimi býr og þá trú sem ég ve­sæll maður vill hafa, þá er auðsvarað að kær­leik­ann tel ég grund­völl að öllu því góða sem við eig­um að til­einka okk­ur í dag­legu líferni, því að kær­leik­ur­inn er hinn sanni Guð í al­heimi og það besta í okk­ur sjálf­um.

Í flest­um til­fell­um er kær­leik­ur­inn fyrsta kennd­in sem barnið skynj­ar, það er til móður sinn­ar, og út lífið er það þessi guðdóm­lega kennd, sem er und­ir­staða alls góðs.“

Lík­lega hef­ur Björn tekið und­ir þegar séra Valdi­mar Briem, vígslu­bisk­up, orti:

Það eng­in er dyggð þótt þú elsk­ir þá heitt

sem ást­ríki mesta þér veita.

Ef sjálf­ur ei legg­ur í sölurn­ar neitt

þá síst má það kær­leik­ur heita.

Ósætti vek­ur van­líðan

Björn var einn af mátt­ar­stólp­um Skaga­fjarðar. Bú­fræðing­ur, íþrótta­kenn­ari og bóndi. Einn af stofn­end­um ung­menna­fé­lags­ins, fjallskila­stjóri um ára­bil og hrepp­stjóri í ára­tugi. Hann lét til sín taka í ýms­um fé­lags­mál­um og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyr­ir sam­ferðamenn sína. Björn var frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins vel á sjötta ára­tug. Hann var sjálf­stæðismaður sem í hans huga þýddi ein­fald­lega að „vera sjálf­stæður í hugs­un og gerðum, fyrst og fremst það“. Hann hafði ann­ars „mis­jafnt“ álit á stjórn­mál­um en taldi að fyrsta skil­yrði fyr­ir eðli­legri framþróun væri að menn fyndu sátta­leið og bæru gæfu til að vinna sam­an að fram­fara­mál­um.„

Ég hef oft tekið eft­ir því að ósætti við aðra vek­ur van­líðan, en sátt­ar­orðið er vellíðan. Eitt sinn heyrði ég að afi minn hafi sagt að ósætti og hat­ur væri djöf­ul­legt, en fyr­ir­gefn­ing og vinátta guðdóm­leg. Þetta voru spak­mæli hins lífs­reynda manns, sem gat verið harður og óvæg­inn þegar því var að skipta, en sátt­fús strax og hann hafði snúið baki við and­stæðingi.“

Eitt­hvað seg­ir mér að Björn í Bæ yrði ósátt­ur við stjórn­mál sam­tím­ans og þjóðmá­laum­ræðuna. „Sam­skipti okk­ar og viðhorf til þeirra, sem við kynn­umst og þurf­um að vinna með, verður að byggj­ast á vináttu ef vel á til að tak­ast um ár­ang­ur verk­anna,“ sagði Björn í áður­nefndu viðtali. Hann hefði aldrei skilið þá sem kalla sam­ferðamenn sína „fá­vita“ og „asna“ eða segja þeim sem er á ann­arri skoðun að „éta skít“. Björn hefði illa þrif­ist í and­rúms­lofti þar sem dylgj­ur og aðdrótt­an­ir eru hluti af póli­tískri bar­áttu, þar sem lagt hef­ur verið til at­lögu við krist­in gildi og borg­ara­lega hugs­un.

Trú­in tor­tryggð

Í sam­fé­lagi nú­tím­ans hef­ur trú­in verið tor­tryggð. Við sem tök­um und­ir með þjóðskáld­inu og trú­um á tvennt í heimi; Guð í al­heims­geimi og Guð í okk­ur sjálf­um, erum sögð ein­feldn­ing­ar og af sum­um jafn­vel hættu­leg.

Í hraða nú­tím­ans er sú hætta fyr­ir hendi að við tök­um upp siði Bakka­bræðra sem töldu sig geta bjargað glugga­leysi með því að bera sól­ar­ljósið inn í bæ­inn. Í pre­dik­un í Hall­gríms­kirkju á öðrum degi jóla árið 2002 velti herra Sig­ur­björn Ein­ars­son bisk­up því fyr­ir sér af hverju krist­in trú ætti und­ir högg að sækja:

„Maður nú­tím­ans á erfitt með að skilja að það sé ein­hvers virði sem ekki þarf að kaupa eða kló­festa. Hann get­ur svo mikið sjálf­ur. Er það ekki þess vegna sem krist­in trú er svo lít­ils met­in af mörg­um? Hún er rétt eins og sól­in, sem bara gef­ur geisl­ana sína og heimt­ar ekk­ert annað en að fá að lýsa og verma og gefa líf.“Bakka­bræður höfðu tak­marka­lausa trú á „handafl­inu eða tækn­inni, blinda trú á það, að allt yrði gripið, hrifsað, en gleymdu því, að það sem mestu skipt­ir verða menn að hafa auðmýkt til að þiggja blátt áfram,“ sagði Sig­ur­björn Ein­ars­son:

„Maður hvorki kaup­ir né gleyp­ir sól­ina en hún skín inn á mann, ef glugg­inn gleym­ist ekki. Maður góm­ar ekki ham­ingju sína eða lífslán sitt með nein­um tækni­brögðum eða fjár­mun­um, þar er allt komið und­ir því að hafa glugg­ann í lagi eða hjartað opið og þiggja. Og láta svo aft­ur í té eitt­hvað úr þeim sjóði, sem hjartað þigg­ur.“

Hvorki pen­ing­ar eða tækninýj­ung­ar, sem við erum svo fljót að koma í okk­ar þjón­ustu, tryggja ham­ingju eða lífs­fyll­ingu. Eng­inn kaup­ir eða gleyp­ir sól­ina – hjartað get­ur ekki tekið á móti ljós­inu ef glugg­inn er lokaður eða gleym­ist líkt og hjá Bakka­bræðrum.

Þegar jóla­hátíðin geng­ur í garð er gott að vita að „það er ým­is­legt, sem Guð áskil­ur sér að gefa, bara gefa“. En um leið skul­um við hafa orð herra Sig­ur­bjarn­ar í huga:

„Trú­in sem við eig­um, kristn­ir menn, hún er ekk­ert að miklast af, hún er ekk­ert annað en að við vilj­um lofa Guði að lýsa á glugg­ann, inn í hjartað.“

Ég óska les­end­um Morg­un­blaðsins og lands­mönn­um öll­um gleðilegra jóla.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. desember 2018.