Uppbygging flugvalla og aukið öryggi

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður:

Í síðustu viku skilaði starfs­hóp­ur sem ég veitti for­mennsku und­an­farna 18 mánuði af sér skýrslu und­ir heit­inu: „Upp­bygg­ing flug­valla­kerf­is­ins og efl­ing inn­an­lands­flugs­ins sem al­menn­ings­sam­gangna“. Í starfs­hópn­um sátu einnig Jóna Árný Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Aust­ur­brú­ar, og Ing­veld­ur Sæ­munds­dótt­ir, aðstoðarmaður sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. Fyr­ir starfs­hópn­um lágu tvö stór úr­lausn­ar­efni.

Ann­ars veg­ar að bæta aðgengi íbúa lands­byggðar­inn­ar að miðlægri þjón­ustu höfuðborg­ar­inn­ar með þeim hætti að inn­an­lands­flugið standi und­ir nafni sem al­menn­ings­sam­göng­ur. Í al­mennri umræðu hef­ur verið talað um „skosku leiðina“ í þessu sam­bandi. Hins veg­ar sneri seinna verk­efnið að því hvernig best væri að standa að viðhaldi og ný­fram­kvæmd­um á flug­völl­um lands­ins. Verk­efn­in eru yf­ir­grips­mik­il og verða ekki gerð full skil í stuttri blaðagrein. Hér verður fjallað um þann hluta skýrsl­unn­ar sem snýr að flug­völl­um lands­ins.

Sam­eig­in­legt flug­valla­kerfi

Á Íslandi eru starf­rækt­ir fjór­ir milli­landa­flug­vell­ir en auk þess er flogið í inn­an­lands­flugi um níu aðra flug­velli.

Starfs­hóp­ur­inn ger­ir eft­ir­far­andi til­lög­ur sem snúa að því að byggja upp flug­valla­kerfi í land­inu:

„Frá og með 1. janú­ar 2020 verði milli­landa­flug­vell­irn­ir, Kefla­vík­ur­flug­völl­ur, Reykja­vík­ur­flug­völl­ur, Ak­ur­eyr­arflug­völl­ur og Eg­ilsstaðaflug­völl­ur, skil­greind­ir sem kerfi flug­valla með sam­eig­in­leg­um kostnaðar­grunni og Isa­via ohf. fal­in fjár­hags­leg ábyrgð á rekstri, viðhaldi og upp­bygg­ingu þeirra.“

Tryggja þarf fjár­hags­lega sjálf­bærni flug­vall­anna og virkja þannig hvata fyr­ir Isa­via til að auka um­svif á flug­völl­un­um og ýta und­ir kostnaðar­vit­und not­enda flug­vall­anna. Þess vegna legg­ur starfs­hóp­ur­inn til að:

„Þjón­ustu­gjöld á milli­landa­flug­völl­un­um verði sam­ræmd og hóf­legt þjón­ustu­gjald á hvern flug­legg sett á til að standa straum af upp­bygg­ingu og rekstri kerf­is­ins. Gjaldið gæti orðið á bil­inu 100-300 kr. á hvern flug­legg.“

Til að fram­fylgja þess­um til­lög­um hér að fram­an er lagt til að viðræður sam­gönguráðuneyt­is­ins og Isa­via hefj­ist strax í árs­byrj­un 2019 um breyt­ing­ar á þjón­ustu­samn­ingi sem tek­ur til­lit til nýs fyr­ir­komu­lags. Einnig þeirra ráðstaf­ana sem nauðsyn­leg­ar eru svo sem að auka tekju­streymi flug­valla­kerf­is­ins um leið og nauðsyn­legu þjón­ustu­stigi er viðhaldið. Í kom­andi viðræðum rík­is­ins við Isa­via verði sett upp áætl­un um upp­bygg­ingu flug­vall­anna sem er til þess fall­in að styrkja milli­landa­flugið og ör­yggi þess fyr­ir landið í heild.

Enn frek­ar legg­ur starfs­hóp­ur­inn til eft­ir­far­andi:

„Að stefnt verði að því að frá og með 1. janú­ar 2024 verði milli­landa­flug­vell­irn­ir og aðrir flug­vell­ir í grunnn­eti hluti af sama flug­valla­kerfi.“

Það eru níu flug­vell­ir í grunnn­et­inu í dag ásamt milli­landa­flug­völl­un­um fjór­um:

Bíldu­dals-, Ísa­fjarðar-, Gjög­ur-, Gríms­eyj­ar-, Aðal­dals-, Þórs­hafn­ar-, Vopna­fjarðar-, Horna­fjarðar- og Vest­manna­eyja­flug­völl­ur.

Ef þess­ar hug­mynd­ir ganga eft­ir er komið á flug­valla­kerfi sem er byggt á svipaðri hug­mynda­fræði og norsk stjórn­völd gera með sína flug­velli í gegn­um Avin­or, fé­lag sem er í eigu norska rík­is­ins. Þar er um að ræða sam­bæri­legt eign­ar­hald og ís­lenska rík­is­ins á Isa­via.

Vara­flug­vell­ir

Á sama tíma og um­ferð um Kefla­vík­ur­flug­völl hef­ur marg­fald­ast frá ár­inu 2010 hef­ur upp­bygg­ing á vara­flug­völl­um í Reykja­vík, Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum setið á hak­an­um. Í skýrslu starfs­hóps­ins er þess getið að vax­andi þörf er fyr­ir ný­fram­kvæmd­ir á vara­flug­völl­un­um svo sem við gerð akst­urs­brauta meðfram flug­braut­um og að flug­véla­stæðum verði fjölgað á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum. Einnig er bent á nauðsyn þess að byggðar séu upp nýj­ar flug­stöðvar í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri.

Mynd sú sem fylg­ir með þess­ari grein seg­ir allt um það ástand sem skap­ast hef­ur á und­an­förn­um árum. Frá ár­inu 2010 hafa fjár­veit­ing­ar til viðhalds og ný­fram­kvæmda í flug­vall­ar­kerfi lands­ins verið skorn­ar við nögl sem aft­ur hef­ur leitt til þess að upp­söfnuð viðhaldsþörf á flug­völl­um lands­ins utan Kefla­vík­ur­flug­vall­ar er tal­in vera um tveir millj­arðar.

Um­sögn Icelanda­ir við sam­göngu­áætlun vek­ur sér­staka at­hygli. For­ráðamenn fyr­ir­tæk­is­ins halda því fram að smæð flug­hlaða og skort­ur á flug­stæðum á flug­völl­un­um á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum sé stærsta ógn við ör­yggi flugs til og frá Íslandi.

Kerf­is­breyt­ing og ör­yggi flugs­ins

Skýrsla hóps­ins boðar breyt­ingu á rekstri flug­valla lands­ins og því kerfi sem hér hef­ur verið við lýði.

Vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem kom­in er upp í mál­efn­um flug­valla lands­ins er nauðsyn­legt að huga að nýj­um lausn­um til að fjár­magna nauðsyn­legt viðhald og ný­fram­kvæmd­ir á flug­völl­um lands­ins.

Leiðarljósið í allri þess­ari vinnu er flu­gör­yggi. Hvernig við tryggj­um flu­gör­yggi er ekki aðeins spurn­ing um líf og heilsu, held­ur einnig stórt efna­hags­legt mál fyr­ir okk­ur Íslend­inga. Flug er og verður veiga­mik­ill þátt­ur í sam­göng­um á Íslandi og um leið mik­il­væg­ur at­vinnu­veg­ur og und­ir­staða ferðaþjón­ust­unn­ar sem aft­ur er stærsti at­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. desember 2018.