Jafnrétti kynjanna mest hér á landi

Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir þau lönd heimsins þar sem kynjajafnrétti er mest. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is í dag.

Skv. fréttinni eru hundrað og eitt ár þar til kynjajafnrétti verður ná ða fullu í heiminum skv. nýrri skýrslu Alþjóðaefna­hags­ráðsins um jafn­rétti kynj­anna árið 2018, en þar voru 149 lönd  skoðuð að þessu sinni. Hafa 106 þeirra verið með frá árinu 2006.

Í efstu fjórum sætum listans eru allt norðurlandaþjóðir, en á eftir Íslandi koma í þessari röð; Noregur, Svíþjóð og Finnland. Mið-Ameríkulandið Nikaragva er í fimmta sæti, Afríkuríkið Rúanda í sjötta sæti og Nýja-Sjáland í því sjöunda. Þá koma Filippseyjar, Írland og loks Namibía í tíunda sæti.

Jemen, Pakistan, Írak og Sýrland eru þau lönd þar sem kynjajafnrétti er hvað minnst í heiminum.

Við gerð skýrsl­unn­ar er meðal ann­ars tekið mið af mennta­mál­um, heil­brigðismál­um, stjórn­málaþátt­töku og efna­hags­lífi.

Sjá nánar frétt mbl.is hér.